Mánudagur 24.febrúar 2020
Eyjan

Henry Alexander segir Gunnar Braga og Bergþór búna að vera

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 27. janúar 2019 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Alexander Henrysson, aðjúnkts við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, segir að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, séu búnir að vera sem stjórnmálamenn. Hann segir að þeir séu búnir að tapa trúverðuleika sínum eftir Klaustursmálið.

Þetta sagði Henry í Silfrinu á RÚV í morgun. „Þetta eru bara svona grundvallarspurningar um lýðræði, þurfa þingmenn bara að vera trúverðugir í augum sinna kjósenda og sinna vina eða þurfa þeir að vera trúverðugir í augum almennings? Og ég held að í þessu tilviki, þessir tveir þingmenn, af því að þeir eru búnir að vera í fréttum, ég held að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika, það er ekkert hægt að komast fram hjá því, ég held að við séum öll sammála því. Þeir fá hann ekkert auðveldlega aftur. Ég held að þeir séu ekki að öðlast hann aftur með sínum viðbrögðum í vikunni,“ sagði Henry.

Hann segir að alþingsmenn megi einfaldlega ekki hafa þær skoðanir sem heyrðust á upptökum á Klaustri. „Það er lykilatriði í þessu og ég held að það bara megi ekki gleymast að kjörnir fulltrúar geta ekki hafa þessar skoðanir. Þeir geta ekki leyft sér þetta. Þetta er bara ekki í boði hvort sem þetta hafi farið út eða ekki.“ Hann telur að þingmennirnir hafi ekki skilning á því þeirri stöðu sem þeir eru í sem kjörnir fulltrúar. „Þetta skilningsleysi sem kemur svo í ljós í viðbrögðum þeirra. Það er það sem ég hef áhyggjur af í þessu, að þeir skuli ekki hafa gert sér grein fyrir því að við sögurnar og #metoo að menn gái ekki að sér og noti ekki tækifærið til að breyta viðhorfum sínum,“ sagði Henry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann