fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Geðlæknir segir „blackout“ Gunnars Braga „alvarleg merki um tímabundna heilabilun“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. janúar 2019 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

“Blackout” eða minnisleysi vegna áfengisdrykkju er vegna alvarlegrar starfssemistruflunar í minnisstöðvum heilans. Ef slíkt ástand hefur varað í einn eða fleiri sólarhringa er það alvarlegt merki um tímabundna heilabilun. Ástæður eru yfirleitt mjög mikil áfengisneysla eða langvinnt áfengisvandamál. Einstaklingur með slík einkenni er ekki vinnufær. Ef hann gegndi ábyrgðarstarfi, sem t.d. flugstjóri, væri hann sendur í langt veikindaleyfi og kæmi ekki til vinnu fyrr en eftir ítarlegar rannsóknir og áfengismeðferð.“

Þetta ritar Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum ehf. á Facebooksíðu  þess seint í nótt.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, lýsti drykkju sinni á Klaustri bar í þættinum 21 á Hringbraut og viðurkenndi að muna ekki neitt frá því hann kom á barinn, þar til einum og hálfum sólarhring síðar.

„Ég ekki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar. Ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blakkát,“ algjört minnisleysi,“

sagði Gunnar Bragi um kvöldið örlagaríka.

Samkvæmt vefsíðu Alþingis mætti Gunnar Bragi ekki til vinnu daginn eftir Klaustursdrykkjuna. Hann tók ekki þátt í atkvæðagreiðslum né nefndarfundum, fyrr en eftir hádegi þann 22. nóvember.

DV talaði við Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formann SÁÁ og yfirlækni á Vogi, þar sem hann staðfesti að slíkt óminni eftir áfengisdrykkju væri vel mögulegt, almennt séð.

 

Sjá nánar: Getur verið að Gunnar Bragi muni ekki eftir neinu? Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson

Sjá einnigGunnar Bragi fór í „blakkát“ á Klaustri – Þekkti ekki sjálfan sig og týndi fötunum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“