fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Getur verið að Gunnar Bragi muni ekki eftir neinu? Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 25. janúar 2019 11:07

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mögulegt að fara í 36 klukkustunda óminni, eða blackout, í kjölfar áfengisneyslu.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í viðtali á Hringbraut í gærkvöldi að hann muni ekki neitt frá kvöldinu 20.nóvember er hann sat með fimm öðrum þingmönnum á Klaustur Bar. Líkt og fram hefur komið var málfar Gunnars Braga vægast sagt óheflað og lét hann ýmis ummæli falla, ummæli sem hann hefur beðist afsökunar á.

„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á bar­inn og einum og hálfum sól­ar­hring eft­ir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnis­leysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upp­tök­urn­ar, ég týndi föt­unum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjand­anum gengur á þarna,” sagði Gunnar Bragi á Hringbraut. Hann er nú í áfengisleyfi og hefur farið í viðtöl með áfengisráðgjafa. Niðurstaðan sé sú að hann sé ekki alkahólisti.

Frásögn Gunnars Braga er studd af opinberum gögnum. Samkvæmt vef Alþingis mætti hann ekki á nefndarfund utanríkismálanefndar morguninn 21.nóvember né heldur í atkvæðagreiðslu í þingsal. Gunnar Bragi er ekki mættur í þingið fyrr en eftir hádegi 22. nóvember.

Það skal tekið skýrt fram að DV spurði Þórarinn ekki sérstaklega út í mál Gunnars Braga heldur almennt út í óminni. „Menn geta farið í blackout án þess að drekka í langan tíma. Stundum finnast ekki ástæður fyrir því. Það er allt mögulegt,“ segir Þórarinn í samtali við DV.

„Yfirleitt er það þannig að blackout hjá fólki sem virðist vera vel lifandi og talandi, er merki um mikið þol. Þ.e.a.s. þú hefur það mikið þol að þú getur talað við mjög hátt áfengismagn og slærð út minnið, ferð í svokallað blackout . Svo kemur það aftur inn þegar áfengismagnið lækkar. Það er þá spurning hversu lengi menn geta verið í blackouti og það er erfitt að reikna það út. Menn hafa alveg verið í blackouti klukkutímunum saman. Svo sofnað út frá þessu og vaknað þá og munað ekkert sem hefur skeð í langan tíma.

Getur blackout varað í allt að einn og hálfan sólarhring?

„Ég veit ekki hvað maðurinn svaf af þessum einum og hálfa sólarhring. En það er allt mögulegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala