fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð: „Hann er popúlisti, einhver mesti popúlisti íslenskra stjórnmála“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og einn Klaustursþingmannanna, fór ófögrum orðum um Steingrím J. Sigfúson, forseta Alþingis, í Morgunblaðsgrein í gær. Sakaði hann Steingrím um að vera í hefndarhug gagnvart sér með því að vilja breyta lögum afturvirkt, til þess að Siðanefnd Alþingis gæti tekið fyrir Klaustursmálið, þrátt fyrir vanhæfi forsætisnefndar.

Sjá nánar: Sakar Steingrím um „hefndarþorsta“ og pólitísk réttarhöld:„Hann tel­ur sig eiga harma að hefna“

Handalögmál og orðfæri

Sigmundur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvar hann útskýrði nánar hvers vegna hann teldi að Steingrímur væri í slíkri nöp við sig. Um Steingrím sagði Sigmundur í Morgunblaðsgreininni:

„Bet­ur hefði farið á að hann byrjaði á að biðjast af­sök­un­ar á því sem hann hafði sjálf­ur stöðu og til­efni til. Þing­for­set­inn hefði getað byrjað á að biðjast af­sök­un­ar á orðfæri sínu und­an­farna ára­tugi, á því að hafa lagt hend­ur á ráðherra í þingsal og reyna svo að koma sama manni í fang­elsi með póli­tísk­um rétt­ar­höld­um, á því að af­henda er­lend­um hrægamm­a­sjóðum ís­lensku bank­ana á sama tíma og þúsund­ir fjöl­skyldna misstu heim­ili sín, á því að hafa reynt að láta ís­lensk­an al­menn­ing taka á sig skuld­ir fall­inna einka­banka í and­stöðu við lög, á því að nýta ekki þau tæki­færi sem gáf­ust til að end­ur­reisa ís­lenskt efna­hags­líf en státa sig í staðinn af hrósi er­lendra fjár­mála­stofn­ana. Verði þing­for­set­inn kom­inn á skrið get­ur hann svo haldið áfram og beðist af­sök­un­ar á því sem hann hef­ur sagt og gert í gleðskap und­an­far­in ár, meðal ann­ars sem ráðherra.“

Löngum eldað grátt silfur saman

Í Bítinu var Sigmundur spurður um hvað hann hefði gert Steingrími. Svaraði Sigmundur því til að þeir hefðu eldað grátt silfur í mörgum málum og það væru atriði sem hann mætti biðjast afsökunar á:

„Auðvitað voru þessi stóru átakamál á árunum eftir hrun sem lögðu svolítið línurnar í þessu, þar sem við vorum miklir andstæðingar og byrjaði með því að mér fannst hann svíkja það loforð sem hann gaf þegar að minnihlutastjórnin fékk að starfa til þess að taka á skuldavanda heimilanna og í rauninni svíkja heimili landsins, þegar þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín meðan bankararnir voru afhentir vogunarsjóðunum. Svo kom Icesave slagurinn, svo kom framhald átakanna um efnahagsmálin þar sem hann virtist hafa meiri áhuga á hrósi frá einhverjum erlendum fjármálastofnunum, heldur en að nýta þau tækifæri sem gáfust. Það hafa verið þarna hörð átök aftur og aftur í stórum málum og þeim lokið með þeim hætti sem Steingrími var greinilega ekki að skapi oft á tíðum og sérstaklega var hann auðvitað ekki ánægður með kosningarnar 2013. Viðhorf hans til mín er þekkt, menn hafa heyrt hann tjá sig um mig alloft. En það þýðir samt ekki að hann geti núna leyft sér að nota aðstöðu sína sem forseti Alþingis í einhverri prívat herferð.“

 

Þá var Sigmundur spurður hvort persónulegt óvild þyrfti endilega að ráða för hjá Steingrími, Klaustursmálið hefði hneykslað alla þjóðina. Sagði Sigmundur að það breytti því ekki að þingforseti gæti ekki brotið lög þingsins til þess að taka einn hóp fyrir:

„Það eru fleiri skýringar á því hvernig forsetinn gengur fram, hann er popúlisti, einhver mesti popúlisti íslenskra stjórnmála að mínu viti. Hann er mjög harður vinstri maður og sér þarna tækifæri fyrir sinn hóp, þannig að þetta er pólitík og persónulegt og allt mögulegt, en ekkert réttlæti.“

Sigmundur nefndi einnig að ekki væri allt tapað þó svo málið færi fyrir siðanefnd:

„Kannski er bara allt í lagi fyrir mig að málið færi til siðanefndar, það er ágætt að losna við málið með þeim hætti.“

Aðspurður hvort Steingrímur hefði til þess völd að láta málið fara þessa leið upp á eigin spýtur, játti Sigmundur því að svo væri ekki. Þingið þyrfti að samþykkja slíka tillögu:

„Ég á nú eftir að sjá að þingið allt fallist á slíkar tillögur, en hóphugsunin er orðin ískyggilega mikil finnst mér oft þessa dagana og maður veit aldrei hversu langt menn ganga út á það bara að standa saman í stjórnarsambandi eða öðrum forsendum,“

sagði Sigmundur og nefndi, að aðrir þingmenn hefðu einnig af þessu áhyggjur:

„Já já ég var að spjalla um þetta við fjölmarga í þinginu í gær, en þeir vilja ekki stíga fram. Þess vegna hefur maður áhyggjur af þessu, hvað þeir muni gera, þó þeir lýsi yfir áhyggjum yfir kaffibolla og dragi mann afsíðis á göngum þingsins og segi að þetta séu nú meiri ógöngurnar sem við séum komnir í, en munu þeir greiða atkvæði í samræmi við það, nú til dags? Maður veit bara ekki hversu langt þeir ganga í að þóknast vilja meirihlutans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum