fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Guðni segir Ólaf hafa sýnt „glórulausa“ lítilsvirðingu: „Ekki vildi ég gera þig að lækni mín­um“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardagskvöldið sýndi RÚV frétt um sýklalyfjanotkun í landbúnaði og birti viðtal við Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlækni á Landspítalanum, sem var nýkominn af ráðstefnu hvar fram kom að 70-80 prósent sýklalyfja er dælt í búfénað. Lyfin eru sett í fóður til að auka vöxt og koma í veg fyrir sjúkdóma. Þau gera það hinsvegar einnig að verkum að sýklaónæmi myndast hjá fólki við neyslu þess þar sem kjötið inniheldur bakteríur sem ónæmar séu fyrir sýklalyfjunum. Úrgangurinn skilar sér í jörð og vatn og út í grænmeti. Varaði Karl því við innflutningi á grænmeti og kjöti og gagnrýndi eftirlit á Íslandi. Kallaði hann einnig eftir sjálfbærni í framleiðslu landbúnaðarframleiðslu hérlendis, með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi.

Glórulaus lítilsvirðing Ólafs

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, var einnig kallaður í viðtalið hjá RÚV. Var hann á öndverðum meiði við Karl og þótti framkoma Ólafs í garð læknisins með þeim hætti að Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, sá sig knúinn til að senda Ólafi pillu í grein í Morgunblaðinu í dag hvar hann dregur hvergi undan:

Guðni segir:

„Eng­inn skil­ur af hverju Ólaf­ur Stephen­sen var kallaður í viðtal í sama frétta­tíma og Karl. Ólaf­ur veit lítið í lækn­is­fræði og senni­lega minna í vís­ind­um en auðvitað mikið í „frelsi“. En stund­um er eins og RÚV skammist sín ef komið er við rétt­trúnaðargræðgina. Ég hefði viljað sjá þann lækni eða pró­fess­or sem hefði gengið fram og and­mælt orðum og rök­um Karls þetta kvöld. Eðli­legt fram­hald frétt­ar­inn­ar hefði verið viðtal við heil­brigðis- eða for­sæt­is­ráðherra því þessi mikla ógn mann­kyns­ins, sýkla­lyfjaóþol og dýra­sjúk­dóm­ar, er til umræðu meðal vís­inda- og stjórn­mála­manna um all­an heim. Ólafi Stephen­sen brást hins veg­ar ekki póli­tísk versl­un­argræðgi enda étur hann graut­inn sinn hjá heild­sala­stétt­inni og hef­ur hags­muni af að berj­ast fyr­ir inn­flutn­ingi. Ég vil hins veg­ar ef­ast um að all­ir hans fé­lag­ar leyfi sér að fylgja hon­um í glóru­lausri lít­ilsvirðingu hans á um­mæl­um pró­fess­ors­ins. Því Ólaf­ur vændi Karl um að vera í póli­tískri her­för en ekki vís­inda­legri umræðu.“

Þá gerir Guðni lesendum ljóst að hann muni ekki leita lækninga hjá Ólafi:

„Ólaf­ur full­yrti að skoðun Karls væri skoðun „eins vís­inda­manns en aðrir vís­inda­menn hefðu aðra skoðun“. Jahá, heyr á endemi, Karl stend­ur einn? Enn­frem­ur sagði hann að „það væru veik tengsl á milli sýkla­lyfja­notk­un­ar í land­búnaði og sýkla­lyfja­ónæm­is í mönn­um“. Ekki vildi ég gera þig að lækni mín­um, Ólaf­ur Stephen­sen.“

Hætta yfirvofandi

Þá nefnir Guðni þá miklu vá sem vofir yfir Íslandi, innflutning á kjöti. Hann hafi aukist mikið síðustu fimm ár, úr 500 tonnum í 1400 tonn hvað kjúkling varðar og nautakjötið úr 190 tonnum í 850.

„Næstu fimm árin gætu lagt ís­lenska fram­leiðslu og land­búnað að velli verði ekki brugðist við,“ varar Guðni við og heitir á Katrínu Jakobsdóttur og aðra ráðamenn er hann spyr hvort þeir geri sér grein fyrir aukningunni.

Þá nefnir Guðni dæmi:

„Sá er þetta rit­ar fór á glæsi­legt veit­inga­hús í Reykja­vík að borða með góðu fólki. Þjónn­inn kom með mat­seðil­inn og mælti sér­stak­lega með nauti frá Banda­ríkj­un­um, þó var ís­lenskt naut á mat­seðlin­um. Spurt var: En frá hverj­um er græn­metið? Ég veit það ekki, svaraði þjónn­inn. Gæti það nú ekki verið góð land­kynn­ing hér að bera fram mat­seðil með ís­lensku græn­meti nauti, lambi, kjúk­lingi eða svíni og kynna í leiðinni ein­stakt mat­væla­land fyr­ir er­lend­um sem inn­lend­um gest­um?“

Móðir jörð ofar græðgi

Guðni segir loks Ólafi að taka stöðu með móðir náttúru:

„Þegar Ólafi tók að „vefjast tunga um tönn“ dró hann landa­mæra­vörslu á EES-svæðinu og fisk inn í umræðuna. Allt er að breyt­ast og alltaf er nauðsyn að end­ur­skoða eða segja upp samn­ing­um við breytt­ar aðstæður. Um þessa nýju ógn í sýkla­lyfja­ónæmi og hvernig land­búnaður­inn okk­ar er að tapa markaðnum hér ætti Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra að taka upp umræðu við ráðherra sína, lækna, vís­inda­menn og Bænda­sam­tök­in og setja í gang umræðu um mark­mið um að treysta mat­væla­landið Ísland. Þótt gott sé nú að græða, Ólaf­ur minn Stephen­sen, þá er betra að berj­ast með móður jörð og land­búnaði sem skil­ar því besta og ógn­ar ekki lífi og heilsu mann­kyns­ins. Því þar er hinn dýr­mæti gróði, lýðheils­an, hún er dýr­mæt­ari en all­ir „silf­ur­pen­ing­arn­ir“. Karl G. Krist­ins­son, þú varst sann­fær­ingu þinni trúr ,,því eigi veld­ur sá er var­ar“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður