fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Litla Ísland, fegurðin í samfloti forsætisráðherrans og strokufangans

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er lán í óláni að strokufanginn sem flaug með Katrínu Jakobsdóttur til Stokkhólms í morgun er ekki talinn hættulegur. Þá myndi þetta líklega horfa öðruvísi við. Það er svosem viðbúið að komi upp umræða um herta landamæragæslu, en við erum aðilar að bæði Schengen og Norræna vegabréfasambandinu.

Það er vitað að Katrín ferðaðist á almennu farrými – slíkar kröfur eru gerðar til stjórnmálamanna hér þótt þeim yrði sjálfsagt meira úr verki ef þeir sætu á Saga Class. Og þótt við vitum það ekki gjörla, þá ímyndum við okkur að strokufanginn, Sindri Þór Stefánsson, hafi verið á Saga Class. Það væri nánast eitthvað ljóðrænt við það.

Við erum stundum minnt á smæð landsins og fámennið. Vinur minn á Facebook, Ólafur Óskar Axelsson, orðar þetta betur en ég gæti:

Ég, eins og margir fleiri, hef oft verið að tuða um að fámennið væri jafnt lán okkar og ólán, við værum öll „hvert ofan í öðru“ en þeim er eiginlega alls varnað sem sjá ekki fegurðina í samfloti Katrínar og strokufangans, þetta er okkar saklausa útgáfa af Fríðu og dýrinu …

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“