fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Öflugasta stjórnarandstaðan?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. mars 2018 17:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarandstöðunni tókst að koma ríkisstjórninni í bobba í vantraustsumræðunni í gær. Vinstri græn eru sár eftir. Ráðherra Sjálfstæðisflokksins kemur í útvarp og segist líta svo á að meirihluti ríkisstjórnarinnar sé 33 þingmenn, ekki 35. Andrés og Rósa eru ekki lengur með samkvæmt þessu.

Hinn ágæti stjórnmálaskýrandi Sigurjón Magnús Egilsson skrifar á vef sinn, Miðjuna, að Píratar séu „öflugasta stjórnarandstaðan í áratugi“.

Píratar eru vissulega kröftugir í stjórnarandstöðu, í flokknum virðist líka vera mikil þrákelkni, þeir gefast ekki upp, sleppa ekki, halda látlaust áfram að hamra á sömu málunum. Kannski mætti orða það svo að þeir séu prinsíppfastir.

 

+

En hvað varðar öfluga stjórnarandstöðu vantar þá enn talsvert upp á að jafnast við það sem var í þinginu 2009 til 2013. Þá heldu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson uppi andstöðu sem kom ríkisstjórninni hvað eftir annað í vandræði. Fylgið tættist af enni, stjórnarliðar gáfust upp og fóru í andstöðu, þeim tókst að koma í veg fyrir að stór mál næðu fram að ganga – og Sigmundur dansaði í kringum stjórnina í Icesave.

Svo geta menn deilt um hvenær stjórnarandstaða er uppbyggileg og hvenær ekki? Kannski ræðst það dálítið af sjónarhorninu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið