fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Þorvaldur Gylfason um Sjálfstæðismenn sem tala um lýðræði: „Eins og nasistar að auglýsa gasgrill“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 26. mars 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor

Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands og fyrrum stjórnlagaráðsmaður, viðhafði nokkuð þung orð um Sjálfstæðismenn í athugasemd á facebook á dögunum, hvar hann líkti þeim við nasista sem auglýstu gasgrill. Andrés Magnússon, blaðamaður Viðskiptablaðsins, vekur athygli á ummælunum á facebooksíðu sinni, en athugasemd Þorvaldar var við færslu Illuga Jökulssonar, sem er svohljóðandi:

„Sjálfstæðisflokkurinn skipulagði 2012 villimannlegt málþóf gegn nýrri og lýðræðislegri stjórnarskrá. Sjálfstæðisflokkurinn skipulagði nú ömurlegt og lágkúrulegt málþóf gegn kosningarétti ungs fólks. Getur Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru talist lýðræðislegur flokkur?“

 

 

Þorvaldur sagði í athugasemd við færslu Illuga:

„Sjálfstæðismenn sem tala um lýðræði orka nú orðið á mig eins og nasistar að auglýsa gasgrill.“

 

Andrés Magnússon segir í háði um athugasemd Þorvalds:

„Hér er mælt af akademískri yfirvegun og stakri smekkvísi. Hvar væri þjóðmálaumræðan án slíkra radda?“

 

Aðspurður sagðist Þorvaldur lítið vilja tjá sig um ummælin, aðeins að þau hefðu verið sögð í „gríni.“

 

Nokkur umræða skapast á spjallþræðinum hjá Andrési um málið, hvar þjóðþekktir menn fordæma, eða verja ummæli Þorvaldar.

 

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins lætur sér nægja að segja „æ“ við orðum Þorvaldar, meðan Egill Helgason segir ummælin „ömurleg“ og „heimskuleg.“

 

Jón Kristinn Snæhólm segir fullyrðinguna „galna“ sem sýni „takmarkaðan skilning“ Þorvaldar á stjórnmálum almennt.

 

Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson segir: „don´t get me started.“

 

Þeir sem verja ummælin er til dæmis Hjálmar Hjálmarsson, leikari og fyrrum bæjarfulltrúi í Kópavogi, sem segir ummælin „fyndin“. Þeir Jón Kristinn Snæhólm skeggræða síðan skilgreiningar á húmor um nokkra hríð, án þess að komast að niðurstöðu.

Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, segir ummælin smellin og „spot on“  þar sem Sjálfstæðisflokkurinn „fyrirlíti lýðræði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti