Laugardagur 28.mars 2020
Eyjan

Tekjuafkoman jákvæð um 38,7 milljarða króna árið 2017

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. mars 2018 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið jákvæð um 38,7 milljarða króna árið 2017 eða 1,5% af landsframleiðslu. Til samanburðar var afkoman jákvæð um 308,4 milljarða króna árið 2016 og neikvæð um 18,2 milljarða króna árið 2015.

Tekjur hins opinbera námu um 1.109,6 milljörðum króna árið 2017. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 43,4% samanborið við 57,8% árið 2016. Miklar tekjur hins opinbera árið 2016 skýrast að mestu af 384,2 milljarða króna stöðugleikaframlagi frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja. Til samanburðar námu tekjur hins opinbera 41,7% af landsframleiðslu árið 2015.

Útgjöld hins opinbera voru 1.070,9 milljarðar króna árið 2017 og drógust þau saman um 3,5% milli ára. Meðtalið í gjöldum hins opinbera árið 2016 er fjármagnstilfærsla ríkissjóðs til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins upp á 105,1 milljarð króna. Útgjöld hins opinbera voru 41,9% af landsframleiðslu samanborið við 45,2% árið 2016.

Samkvæmt áætlun út frá greiðslutölum námu peningalegar eignir hins opinbera 42,4% af landsframleiðslu í árslok 2017 meðan áætlað er að heildarskuldir hins opinbera hafi verið 74,0%. Fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna lægra skuldahlutfall.

Út eru komin Hagtíðindi um fjármál hins opinbera árið 2017. Í því má finna yfirlit yfir helstu þætti opinberra fjármála, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga. Áherslan er fyrst og fremst á hið opinbera en samsvarandi upplýsingar um undirgeira þess er að finna á vefsíðu Hagstofunnar.

Fjármál hins opinbera 2017, bráðabirgðauppgjör — Hagtíðindi
Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru aðgerðir Reykjavíkurborgar í efnahagsmálum vegna Covid -19

Þetta eru aðgerðir Reykjavíkurborgar í efnahagsmálum vegna Covid -19
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Setur milljarð í Innviðauppbygging heilbrigðiskerfisins á þessu ári vegna Covid-19

Setur milljarð í Innviðauppbygging heilbrigðiskerfisins á þessu ári vegna Covid-19