fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Miðflokkurinn þurrkast út af þingi samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 06:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að áhrifa Klaustursmálsins gæti þegar fylgi stjórnmálaflokka er annars vegar því samkvæmt nýrri könnun myndi Miðflokkurinn þurrkast út af þingi ef kosið væri í dag og fengi aðeins um þriðjung þess fylgis sem hann fékk í síðustu kosningum.

Könnun var gerð 3. og 4. desember af Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Samkvæmt niðurstöðunum myndi Miðflokkurinn fá 4,3 prósent atkvæða í dag og fengi því ekki mann kjörinn á þing. Fylgi flokksins mælist 1,5 prósentustigum hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Ef miðað er við efri vikmörk mælingarinnar fengi flokkurinn jöfnunarþingmenn en engan kjördæmakjörinn þingmann.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 21,4 prósent og Samfylkingar 20,8 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist um 4 prósentustigum minna en í kosningunum á síðasta ári en Samfylkingin bætir við sig tæplega 9 prósentustigum frá kosningum. Píratar mælast með 5 prósentustigum meira fylgi en í kosningunum og mælast nú með 14,4 prósent.

VG mælist með 12,7 prósent en fékk tæplega 17 prósent í kosningunum. Viðreisn sækir í sig veðrið og mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 prósent í kosningunum. Framsóknarflokkurinn tapar fylgi, mælist nú með 8,5 prósent en fékk 10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins tapar fylgi, mælist nú með 5,7 prósent en fékk 6,9 í kosningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2