fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Drífa Snædal: „Eru stjórnvöld lítið að gera til að létta róðurinn í kjarasamningaviðræðunum“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. desember 2018 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, forseti ASÍ, gagnrýnir forgangsröðun stjórnvalda í pistli sínum í dag. Hún segir að meðan að þjóðin var upptekin við að greina dónatal á bar, hafi pakkaflóðið á Alþingi farið fyrir ofan garð og neðan, en þó hafi þjóðin aðeins fengið að glugga í pakkana:

„Stjórnvöldum fannst nefnilega mikilvægt að lækka veiðigjöld á útgerðina en líka mjög mikilvæg að lögfesta síðasta dóm kjararáðs sem veitti kjörnum fulltrúum ríflegar launahækkanir. Næsta launahækkun þingmanna og helstu embættismanna ríkisins kemur svo til álita strax í júní á næsta ári. Það eru því engin áform um að vinda ofan af risa hækkuninni frá október 2016 eða frysta laun kjörinna fulltrúa í þrjú ár eins og ASÍ hefur lagt til. Þessu til viðbótar er verið að hækka framlög til stjórnmálaflokka og styrkja störf þeirra með fjölgun stöðugilda. Nær hefði verið að veita auknu fé til bygginga húsnæðis fyrir tekjulágt fólk en stofnstyrkir sem ætlaðir eru til verkefnisins duga ekki fyrir fjölda umsókna. Það er því vilji til að byggja meira og hraðar til að leysa úr húsnæðisvandanum en stjórnvöld gera kleift. Nú er beðið niðurstöðu tveggja húsnæðisnefnda en við vitum hvar skóinn kreppir og stjórnvöld geta ekki fríað sig ábyrgð á neyðarástandinu í húsnæðismálum meðan beðið er niðurstöðu. Lágmark er að mæta þörfum og getu til að byggja hagkvæmt á meðan unnið er að langtímalausnum.“

Drífa minnist einnig á uppsagnir WOW í gær, sem hún segir ömurlegt hlutskipti:

„Í stuttu máli eru stjórnvöld lítið að gera til að létta róðurinn í kjarasamningaviðræðunum sem nú standa yfir og ljóst að auka þarf þrýstinginn verulega til hagsbóta fyrir vinnandi fólk. Róttækar tillögur þurfa að koma út úr skatta- og húsnæðisnefndum sem nú eru að störfum, tillögur sem raunverulega skipta sköpum fyrir almenning. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á uppsagnir hjá WOW í gær. Í samtölum mínum við formenn tveggja stéttarfélaga sem gæta hagsmuna þeirra sem fengu uppsögn er ljóst að félögin standa þétt við bakið á sínu fólki. Það er ömurlegt að vera sagt upp vinnunni skömmu fyrir jól og ég sendi starfsfólki og fjölskyldum stuðningskveðjur og vona innilega að úr rætist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?