fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Árleg verðmætaaukning húsnæðiseigenda um 1,4 milljónir á heimili

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. desember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka, hefur verðmætaaukning húsnæðiseigenda frá árinu 2010, verið um 2050 milljarðar króna umfram verðbólgu á tímabilinu. Til þess að setja þessa fjárhæð í samhengi er hún sambærileg og heildarskuldir allra heimila landsins. Nettó vaxtagjöld að frádregnum vaxtabótum heimilanna vegna íbúðalána nema um 575 milljörðum króna á sama tímabili. Hrein verðmætaaukning heimilanna, að teknu tilliti til verðbóta og vaxtagjalda, nemur því tæplega 1.500 milljörðum króna. Það nemur um það bil 1,4 milljónum króna á hvert heimili, á hverju einasta ári frá árinu 2010. Húsnæðiseigendur hafa því fengið allan fjármagnskostnað margfalt til baka í núverandi uppsveiflu.  

Hvað með þá sem ekki eiga húsnæði?

Aðilar í foreldrahúsum eða á leigumarkaðnum hafa að öllu leyti setið eftir þegar kemur að áðurgreindri eiginfjármyndun og auðsöfnun sem fallið hefur í hlut húsnæðiseigenda undanfarin misseri. Þetta eru um 30% landsmanna. Aðilar á leigumarkaði, sem eru um 20% landsmanna, hafa ekki séð hag sinn vænkast líkt og húsnæðiseigendur. Því miður er útlit fyrir að hagur þessara aðila hafi frekar versnað. Bæði leigu- og íbúðaverð hefur hækkað umfram laun í núverandi uppsveiflu. Það er því bæði orðið dýrara að leigja og erfiðara að kaupa.

Aukinn fjárhagslegur aðstöðumunur eigenda og leigjenda

Í ljósi þess að leigjendur eru að mestu leyti ungt fólk og aðilar í lágtekjuhópum hefur staðan í raun versnað meira en almennar vísitölur gefa til kynna. Það er vegna þess að bæði hefur ungt fólk notið minni launahækkana en aðrir hópar samfélagsins og þá hafa einnig smærri eignir, sem unga fólkið sækist iðulega eftir, aldrei verið dýrari. Áðurgreind þróun hefur leitt af sér aukinn fjárhagslegan aðstöðumun húsnæðiseigenda og aðila á leigumarkaði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður