fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Gagnrýnir að skrifstofa borgarstjóra skuli enn senda pappírsjólakort – Kostnaðurinn um 500 þúsund

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, gagnrýnir að skrifstofa borgarstjóra skuli ennþá senda út pappírsjólakort, meðan önnur svið Reykjavíkurborgar sendi út rafræn jólakort.

Segir Kolbrún að fram hafi komið „óformlega“ að kostnaðurinn við jólakort borgarstjóra sé um hálf milljón. Hún segir þá upphæð vel geta nýst í önnur og þarfari málefni:

„Lagt er til að skrifstofa borgarstjóra leggi af að senda pappírsjólakort þessi jól og fylgi þannig í fótspor annarra skrifstofa og sviða Reykjavíkurborgar og þar með skrifstofu borgarstjórnar meðtalinni. Þær hafa nú allar, eftir því sem næst er komist, komið sér upp þeirri venju að senda rafræn jólakort í tölvupósti. Með þessari tillögu er borgarfulltrúi Flokks fólksins að leita eftir hvar megi spara fé sem varið er í óþarfa svo nota megi það í önnur þarfari verkefni.“

Tillaga Kolbrúnar var felld á fundi borgarráðs í dag, en hún segir í bókun sinni að Dagur B. Eggertsson hefði betur tekið sér aðrar starfsstöðvar borgarinnar til fyrirmyndar.

„Borgarstjóri hefur nú þegar sent sín jólakort í ár jafnvel þótt öll svið og deildir borgarinnar hafi lagt slíkt af. Fram hefur komið óformlega að kostnaður er um hálfa milljón í allt. Vel kann  að vera að hér þyki mörgum að ekki sé verið að bruðla alvarlega með skattfé borgarbúa og eflaust mun jólakortið ylja mörgum um hjartarætur. Það er mat Flokks fólksins að góður bragur hefði engu að síður verið að því að borgarstjóri tæki aðrar starfsstöðvar borgarinnar sér til fyrirmyndir. En víst svo var ekki er það von borgarfulltrúa Flokks fólksins að borgarstjóri hafi valið jólakort til styrktar góðgerðar- og/eða hjálparstamtaka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar