fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð einangraður – Þingmenn vilja ekki funda með honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 19:47

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins. Samsett mynd/Skjáskot af RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur einangrast á Alþingi vegna Klaustur Bar málsins. Forystumenn stjórnarflokkanna vilja ekki lengur funda með honum og eru hættir að bjóða honum á reglulega samráðsfundi.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Logi Einarsson formaður Samfylkingar segir mikið vantraust ríkja í garð Sigmundar Davíðs og menn séu nú hættir að bjóða honum á reglulega samráðsfundi stjórnarandstöðuflokka. „Ég hef ekki sem formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins treyst mér til þess að senda fundarboð á formann Miðflokksins,“ segir Logi.

Pistill sem Sigmundur birti í morgun þar sem hann bregst við viðtali Lilju Alfreðsdóttur í Kastljósi í gærkvöld hefur mælst fremur illa fyrir. Í viðtali við Morgunblaðið fer Andrés Jónsson, almannatengill, eftirfarandi orðum um viðbrögð Sigmundar Davíðs:

„Hann slær áfram í og úr, skensar hana fyrir að taka svona til orða og er með ótrúverðugar fullyrðingar, í ljósi þess sem við erum búin að heyra, um að hann tali nú annars fallega um hana.“

Hann var farinn að ná vopnum sínum, en svo kom Lilja. Hún hafði ekki veitt nein viðtöl fram að þessu og enn grófari bútar úr upptökunni höfðu verið birtir. Hún, sem hafði staðið þeim svo nærri og unnið með þeim í pólitík, veitti þeim ákveðið rothögg með því að taka svona sterkt til orða, sem er algerlega í samræmi við hvernig hún upplifir málið.“

Andrés segir að Sigmundur Davíð verði að sýna að hugur fylgi máli til að rétta stöðu sína. Fyrirvarar á afsökunarbeiðni og útskýringar og réttlætingar mælist illa fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum