fbpx
Fimmtudagur 27.janúar 2022
Eyjan

Leyniupptaka: Gunnar Bragi skipaði Árna Þór sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde – „Ég var brjálaður við þig Gunni“

Kristinn H. Guðnason, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á upptöku sem DV hefur undir höndum má heyra þingmann Miðflokksins, Gunnar Braga Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, greina frá af hverju hann skipaði Árna Þór Sigurðsson fyrrverandi þingmann VG og Geir H. Haarde sem sendiherra. Skipaði hann Árna Þór til að draga athyglina frá þeirri ákvörðun að skipa Geir sendiherra í Bandaríkjunum. Árni Þór var skipaður í Finnlandi og situr þar enn. Í kjölfarið taldi Gunnar Bragi sig eiga inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum, að hans biði svipuð staða síðar.

Þetta kemur fram á upptökum sem DV hefur undir höndum. Upptökurnar voru teknar upp án vitundar þingmanna þegar þeir ræddu saman á barnum á hótel Kvosin við Kirkjutorg. Margt sem þar kemur fram er einkamál þingmannanna en annað á erindi við almenning. Viðstaddir voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, sem öll eru í Miðflokknum, og svo Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins. Á upptökunum má heyra þingmenn úr bæði Flokki fólksins og Miðflokknum ræða mjög tæpitungulaust um stjórnmál og stjórnmálamenn.

Þar lýsir Gunnar Bragi með hvaða hætti hann skipaði Geir og Árna árið 2014 þegar hann var utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn: :

„Þegar ég ákvað það að skipa Geir H. Haarde sendiherra í Washington […] þá ræddi ég við Sigurð Inga. Honum var ekki skemmt enda hafði hann ákært Geir. Ég ræddi þetta auðvitað við alla flokka. Ég sá það að ég gæti ekki skipað Geir einn. Það yrði of þungur biti fyrir þingið og alla. Það sem ég gerði var að skipa Árna Þór (Sigurðsson) sem sendiherra.  Hann er náttúrulega bara […], þó hann sé frændi minn. VG hefðu getað orðið brjálaðir en Katrín sagði ekki orð. Ég átti fund með henni. Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari.“

Geir sagði seinna við mig: „Ég var brjálaður við þig Gunni þegar þú ákvaðst að gera Árna Þór að sendiherra.“ Hann fattaði þetta svo seinna. Athyglin fór öll á Árna Þór. Annars hefði Vinstri Græna liðið orðið brjálað.“

Árni var náttúrulega ekkert annað en senditík Steingríms. Plottið mitt var að Geir yrði í skjólinu hjá Árna og það virkaði ekki bara 100 prósent heldur 170 prósent því að Árni fékk allan skítinn. Svo sagði Geir við mig löngu seinna: „Þakka þér fyrir. Það var enginn sem gagnrýndi mig.“ Ég lét Árna taka allan slaginn.“

Gunnar: „Ég átti fund með Bjarna í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Það var ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. Ég var ekki kominn út þegar Þórólfur (Gíslason) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða sendiherra?“ Ég var ekki kominn út úr ráðuneytinu.“

Sigmundur Davíð: „Út frá þessu, af því að ég veit að þetta er rétt með sendiherrastöðuna. Ég nefndi þetta við Bjarna. Bjarni má eiga það, hann viðurkenndi þetta. Bjarni fór út um víðan völl en niðurstaðan var sú að Bjarni féllst á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum.“

DV hefur undir höndum upptökurnar sem bárust nafnlaust á ritstjórn.

Lestu einnig: Leyniupptaka:Bauð Ólafi að verða þingflokksformaður Miðflokksins – „Ef Gunnar Bragi er til þá erum við on“

Lestu einnig: Kölluðu Ingu Sæland klikkaða kuntu – „Hún getur grenjað um þetta en getur ekki stjórnað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Biden íhugar að senda mörg þúsund hermenn til Evrópu

Biden íhugar að senda mörg þúsund hermenn til Evrópu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flytja bandaríska sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu vegna ótta við innrás Rússa

Flytja bandaríska sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu vegna ótta við innrás Rússa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

SÞ segja að Íranar smygli vopnum til uppreisnarmanna í Jemen

SÞ segja að Íranar smygli vopnum til uppreisnarmanna í Jemen
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Ingi harðorður í Silfrinu – „Guð forði okkur svo frá því að það komi ný afbrigði um páskana“

Björn Ingi harðorður í Silfrinu – „Guð forði okkur svo frá því að það komi ný afbrigði um páskana“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólöf segir börnin fært mestu fórnirnar í Covid faraldrinum þó sjúkdómurinn bíti minnst á þeim

Ólöf segir börnin fært mestu fórnirnar í Covid faraldrinum þó sjúkdómurinn bíti minnst á þeim
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skortur á orku yfirvofandi hér á landi

Skortur á orku yfirvofandi hér á landi