fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Sjáðu hvernig Tryggvi vill leysa vandamálið með Reykjanesbrautina

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. nóvember 2018 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjanesbrautin hefur lengi verið þrætuepli í pólitík og lengi hefur verið unnið að endurbótum á veginum, sem er einn sá fjölfarnasti á landinu. Mörg alvarleg slys og óhöpp hafa orðið á Reykjanesbrautinni og skoraði Hafnarfjarðarbær á Sigurð Inga Jóhannesson samgönguráðherra að hafa þetta í huga í nýrri samgönguáætlun. Sigurður Ingi sagði sjálfur að brýnt væri að huga að ákveðnum köflum Reykjanesbrautarinnar, einmitt þeim er liggi í gegnum Hafnarfjörð. Hefur verið kallað eftir tvöföldun á þeim kafla, sem myndi minnka líkur á slysum og greiða betur úr þeim umferðarhnút sem jafnan skapast, en um 20 þúsund bílar fara þessa leið á sólarhring.

Sigurður Ingi sagði við RÚV á dögunum að í forgangi samgönguáætlunar væri að aðskilja akstursstefnur á leiðinni í gegnum Hafnarfjörð og tvöfalda veginn, sem og á kaflanum sunnan við álverið í Straumsvík. Hann sagði að verið væri að bregðast við alvarlegum slysum, en það yrði ekki gert á einum degi og vonaði að menn færu eins varlega og hægt væri í umferðinni á meðan. Aðspurður hvort ekki væri hægt að flýta þessum framkvæmdum, sagði Sigurður að til greina kæmi að taka Reykjanesbraut út úr samgönguáætlun og fjármagna hana með öðrum hætti, með því augnamiði að flýta fyrir framkvæmdum.

Leggur til nýja leið

Tryggvi Helgason, fyrrum flugstjóri og stofnandi flugfélagsins Norðurflugs á Akureyri, leggur til aðra hugmynd í grein í Morgunblaðinu í dag:

„Það er þá spurn­ing­in, hvort hugs­an­legt sé að fara aðra leið, í staðinn fyr­ir veg­inn sem ligg­ur í gegn­um Hafn­ar­fjörð. Vil ég því stinga upp á nýrri leið sem væri lögð frá gatna­mót­um nú­ver­andi Reykja­nes­braut­ar við Víf­ilsstaðaveg í átt­ina suður yfir Elliðavatns­veg, þaðan áfram suður fyr­ir alla byggð í Hafnar­f­irði, og þaðan liggi veg­ur­inn áfram, beint í vest­ur í átt að Hvassa­hrauni, þar sem hann teng­ist við nú­ver­andi Reykja­nes­braut.“

Telur Tryggvi að með því að fara þessa leið, gæti umferðarþunginn í gegnum Hafnarfjörð dottið niður í 2-3 þúsund bíla á sólarhring og þannig minnkað líkur á slysum og umferðarteppu:

„Á þess­ari leið verði veg­ur­inn tví­skipt­ur með tveim­ur ak­rein­um í hvora átt. Þá verði eng­in gatna­mót, nema með veg­brúm á viðeig­andi stöðum. Brýrn­ar þurfa ekki að vera nema af ein­föld­ustu gerð, ein ak­rein í hvora átt yfir Reykja­nes­braut­ina. Senni­lega þarf ekki nema tvær eða þrjár brýr á þess­ari leið, kannski fjór­ar eða fimm, eft­ir kring­um­stæðum. Þessi nýi veg­ur yrði um 18 til 20 kíló­metr­ar, eft­ir því hvar komið væri inn á veg­inn við Hvassa­hraun. Þessi leið er senni­lega ekki nema um hálf­um til ein­um kíló­metra lengri en nú­ver­andi leið gegn­um Hafn­ar­fjörðinn, en yrði mun greiðfær­ari og fljót­farn­ari en nú­ver­andi leið, og miðað við ákjós­an­leg­ar aðstæður, þá yrði um­ferðar­tím­inn um 13 til 15 mín­út­ur frá af­leggj­ar­an­um við Hvassa­hraun að vega­mót­um við Víf­ilsstaðaveg.“

 

 

Tryggvi leggur til að nýja leiðin liggi utan við Hafnarfjörð, líkt og hvíta línan sýnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“