fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Lélegar áætlanir og óljósar hugmyndir – með dassi af hvítvíni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú seint og um síðir fara menn að skoða vandræðaganginn í kringum Mathöllina á Hlemmi. Félag atvinnurekenda kvartar til samkeppnisráðs vegna hinnar furðulega lágu húsaleigu til einkafyrirtækis sem nefnist Hlemmur-Mathöll ehf. – það mun vera undir hinum svokallaða Sjávarklasa. Þetta félag framleigir svo húsnæðið til rekstraraðila og virðist samkvæmt fréttum maka krókinn hressilega á því. Hins vegar er leigan sem borgin fær í sinn hlut ekki í neinu samræmi við kostnaðinn sem hlaust af  því fyrir hana að gera upp gamla strætóskýlið á Hlemmi og algjörlega úr takti við húsaleigu á svæðinu.

Réttlætingin fyrir Mathöllinni hefur aðallega verið sú að þetta sé svo skemmtilegt. Það er með „dassi af hvítvíni“ eins og  forseti borgarstjórnar orðaði það í umræðum um daginn. En auðvitað er það ekki í verkahring Reykjavíkurborgar að niðurgreiða rekstur á almennri veitingasölu, hvað þá sölu vínveitinga, mitt í hverfi þar sem úir og grúir af veitingahúsum.

Kostnaðurinn við endurgerð hússins á Hlemmi fór algjörlega úr böndunum – á því þensluskeiði sem við erum að upplifa virðist það vera regla fremur en undantekning. Líklegt er að áætlanirnar hafi í upphafi verið vondar og vitlausar. Hugmyndin sem var kynnt borgarbúum var að þarna yrði matarmarkaður – ekki „stjörnutorg“, aðeins fínna en þau sem við þekkjum úr verslunarkringlunum. Þarna átti að selja ferskan fisk, grænmeti og kjöt.

Fljótlega kom hins vegar í ljós að það er ekki hægt í þessu húsnæði. Borgarstjórnin hefði ekki annað en þurft að tala við sitt eigið heilbrigðiseftirlit til að komast að því. Kröfurnar vegna meðhöndlunar og sölu matvæla eru býsna strangar eins og þeir vita sem standa í slíkum rekstri. En þetta átti að vera svo skemmtilegt og jákvætt að stjórnendur borgarinnar höfðu ekki fyrir því að leita einföldustu upplýsinga.

Þegar svo matarmarkaðshugmyndin dettur upp fyrir, eins og var óhjákvæmilegt, er farið út í að hanna klasa af veitingahúsum sem eru í raun ekkert frábrugðin öðrum veitingahúsum í bænum og eru í beinni samkeppni við þau. Matarmarkaðinn hefði verið auðveldara að réttlæta – í ferlinu hefur sífellt verið vísað í Torvehallerne í Kaupmannahöfn í því sambandi. Slíkur markaður hefði varla verið í samkeppni við neinn nema 10/11 hinum megin við götuna og Bónus niðri á Laugavegi. Eins og menn vita er úrvalið af ferskvöru þar ekki sérlega glæsilegt.

En allt á þetta semsagt rætur í lélegum áætlunum og óljósum hugmyndum hvers fýsileiki var aldrei kannaður. Skemmtilegheit og dass af hvítvíni geta ekki verið réttlæting fyrir því.

Hér er myndband þar sem má sjá og heyra umræðu um Mathöllina í borgarstjórn fyrir stuttu. Þar má heyra hin fleygu ummæli sem vitnað er í hér.

 

https://www.facebook.com/vidarfreyr/videos/10156931033773593/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að