fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Meðvirkni með eineltishrottum innan Pírata – „Það er stórt vandamál sem þarf að takast á við“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. nóvember 2018 06:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar munu funda í kvöld vegna ósættis innan raða þeirra. Á fundinum verður eineltisáætlun rædd sem og áætlun um viðbrögð vegna kynferðislegrar áreitni og atkvæði greidd um þessar áætlanir. Nokkrir, sem hafa hætt í flokknum undanfarið, segja innra starf hans vera gróðrarstíu eineltis og slæmra samskipta.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Dóru Björt Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, að sumum hafi liðið illa innan flokksins og ekki hafi verið tekist á við það.

„Það er stórt vandamál sem þarf að takast á við.“

Er haft eftir henni.

Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs flokksins, hefur sakað félaga sína um einelti í sinn garð. Atli Fanndal, kosningastjóri flokksins, segir hann hafa formgert og styrkt einelti innan flokksins. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður flokksins, er hins vegar efins um að um einelti sé að ræða og telur þetta vera sígilt dæmi um að fólki lendi saman og sé ósammála.

„Ég veit ekki hvort það sé innistæða fyrir svo stórum orðum.“

Ef haft eftir honum.

Fyrir helgi sendi Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi pírata, erindi til skrifstofu borgarstjórnar til að kann afleiðingar þess ef hún segði sig úr flokki Pírata. Þetta gerði hún í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar Pírata um virkja ætti uppsagnarákvæði í ráðningarsamningi aðstoðarmanns framkvæmdastjóra flokksins. Rannveig skýrði frá þessu á Facebooksíðu sinni. Rannveig sagði í færslu sinni að úrskurðurinn væri hluti af stærri og ljótri mynd,  valdníðslu, einelti og mikilli vanhæfni og ofmati eineltistudda á eigin ágæti.

Morgunblaðið segir að málið eigi rætur að rekja til ráðningar Hans Benjamíssonar í stöðu aðstoðarmanns framkvæmdastjóra í vor. Hann var ráðinn tímabundið í starfið fram yfir sveitarstjórnarkosningarnar í lok maí.

Að kosningum loknum ræddu framkvæmdastjóri og framkvæmdaráð Pírata hvort þörf og nauðsyn væri á að hafa tvo starfsmenn og hvort ráða ætti í þessa stöðu til framtíðar. Framkvæmdastjóra var falið að ráða í stöðu aðstoðarmanns og var Hans ráðinn í hana á nýjan leik. Þetta var gert án auglýsingar og var gengið frá ráðningunni í ágúst.

Morgunblaðið segir að úrskurðarnefnd Pírata hafi nú komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði laga flokksins, sem kveður á um að eingöngu sé heimilt að ráða starfsfólk að undangenginni auglýsingu, hafi ekki verið framfylgt og telur úrskurðarnefndin rétt að framkvæmdaráð flokksins virkju uppsagnarákvæði í ráðningarsamngnum við Hans sem fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að