fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Kópavogsbær setur upp eftirlitsmyndavélar við KFC

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. október 2018 14:30

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana er unnið að uppsetningu eftirlitsmyndavéla sem íbúar í Linda- og Salahverfi völdu í íbúakosningum í verkefninu Okkar Kópavogur.

Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ hafa þegar verið settar upp og teknar í notkun vélar við Skógarlind og undir brúarstólpa Reykjanesbrautar. Auk þeirra myndavéla bætast svo við eftirlitsvélar við KFC, við nýjan Arnarnesveg og á Vatnsendaveg við Ögurhvarf. Uppsetningu þeirra og tengingum vélanna við stjórnstöð lögreglu verður lokið á næstunni.

Með þessum vélum eru allar þær bifreiðar sem koma inn og út úr austurhluta Kópavogs myndaðar sem gerir eftirlit lögreglu með hverfunum auðveldara.

Kópavogsbær sér um uppsetningu vélanna sem eru annars vegar yfirlitsvélar og hins vegar vélar sem taka mynd af númerum bíla. Verkefnið er unnið í samvinnu Kópavogsbæjar, Neyðarlínunnar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan hefur ein rétt til þess að skoða myndefni úr vélunum, segir í tilkynningu.

Af því tilefni má minnast á ákvæði reglugerðar nr. 322/2001 um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu, sem sett er með stoð í 3. mgr. 45. gr. pul.,  en þar er m.a. að finna ákvæði um rétt aðila til aðgangs að persónuupplýsingum sem skráðar hafa verið um hann hjá lögreglu. Samkvæmt 8. gr. á hinn skráði rétt á að fá frá lögreglu vitneskju um hvaða upplýsingar um hann er eða hefur verið unnið með, tilgang vinnslunnar, og hver fær, hefur fengið eða mun fá upplýsingar um hann. Í 9. gr. er hins vegar mælt fyrir um ákveðnar takmarkanir á upplýsingaréttinum. Rétturinn telst t.d. ekki vera til staðar ef óhjákvæmilegt er að upplýsingar fari leynt vegna lögreglustarfa eða ef nauðsynlegt er að vernda hinn skráða sjálfan eða réttindi eða frelsi annarra.

Kallað var eftir hugmyndum í verkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust og kosið á milli þeirra í febrúar síðastliðnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að