Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru almennt séð nokkuð duglegir á samfélagsmiðlum
Samkvæmt hávísindalegri mælingu tölfræðideildar Eyjunnar, eru allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar með annaðhvort Facebook síðu, eða Twitter reikning.
Af Twitter-notendum ríkisstjórnarinnar er þó einn sem aðeins virðist hafa stofnað reikning, en aldrei notað hann, en það er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Reikningur hans var stofnaður í desember og því ekki nema von að hann sé skammt á veg kominn. Er hann með einn fylgjanda, (Eyjan) og fylgir hann einum. (Game Hive)
Hvað vinsældir varðar, þá er Katrín Jakobsdóttir með 5706 fylgjendur á Twitter, en 14,453 vini á læksíðu hennar á Facebook. Aðrir ráðherrar eru með eftirfarandi:
Bjarni Benediktsson er með 5216 fylgjendur á Twitter, en gefur ekki upp vinafjölda á Facebook.
Guðlaugur Þór Þórðarson er með 5641 vini á Facebook (like-síða) og 3039 á Twitter
Lilja Alfreðsdóttir er með 3832 vini á Facebook en 1611 fylgjendur á Twitter
Sigríður Á. Andersen er með 3094 vini á Facebook en 985 fylgjendur á Twitter
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir á 2084 vini á Facebook en 1523 fylgjendur á Twitter
Ásmundur Einar Daðason á 4691 vini á Facebook en 565 fylgjendur á Twitter
Sigurður Ingi Jóhannsson er með 4648 vini á Facebook (like-síða) og 952 fylgjendur á Twitter
Svandís Svavarsdóttir á 1481 vini á Facebook (like-síða) og er með 3100 fylgjendur á Twitter
Guðmundur Ingi Guðbrandsson gefur ekki upp fjölda vina á Facebook og er óvirkur á Twitter
Kristján Þór Júlíusson gefur ekki upp fjölda vina á Facebook en er með 1225 fylgjendur á Twitter
Þegar heilt er á litið verður því ríkisstjórn Íslands að teljast nokkuð nútímavædd og móðins, án þess að samanburður liggi fyrir hjá öðrum ríkjum.