fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Eyjan

Nei, Bretar biðjast ekki afsökunar – þeir myndu ekki vita hvar þeir ættu að byrja

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. september 2018 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Bretar eigi að biðja Íslandinga afsökunar vegna framgöngu sinnar í hruninu. Það er ýmislegt til í því. Breska stjórnin kom illa fram við okkur. Það degur heldur ekkert úr því að Íslendingar hegðuðu sér sjálfir eins og glópar. Skýringar á fyrirbæri eins og hruni efnahagskerfis eru oftastnær margþættar.

En það er erfitt fyrir Breta að biðja afsökunar. Auðvitað gera þeir það aldrei. Það er líka spurning hvar þeir eigi að byrja í afsökunarbeiðnum. Ekki hafa þeir beðið okkur afsökunar á þorskastríðinu og yfirganginum þá. Og svo er hægt að halda áfram, nýlendutíminn og allar þjóðirnar sem Bretar arðrændu, tróðu á og tröðkuðu. Eitt sinn var sá tími að sólin settist aldrei í heimsveldinu breska.

Bretar trúðu því meira að segja sjálfir að þeir væru að gera öðrum þjóðum gott með því að kúga þær og undiroka og stela frá þeim öllu steini léttara. Það var kallað the civilizing mission – að breiða út siðmenningu. Það eimir meira að segja eftir af þessu, til dæmis í viðhorfinu til Brexit.

Svo það er ansi langt í að Bretar fari að biðjast afsökunar.

Vinur minn einn setti kortið hér að ofan inn á Facebook. Það er kannski ekki alveg hárnákvæmt, en það sýnir lönd sem Bretar hafa ráðist á í tímans rás. Löndin sem þeir hafa látið í friði eru hvít.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svandís boðar samstarf við aðra flokka

Svandís boðar samstarf við aðra flokka
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir það blasa við að „samstöðudans stjórnarmeirihlutans“ sé sérlega stirður milli tveggja flokka

Segir það blasa við að „samstöðudans stjórnarmeirihlutans“ sé sérlega stirður milli tveggja flokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag

YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tveggja turna tal

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tveggja turna tal
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þetta var kannski viðbúið, en ekki eru þetta gleðitíðindi“

„Þetta var kannski viðbúið, en ekki eru þetta gleðitíðindi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er Trump búinn að tapa sér endanlega? – Stórfurðuleg færsla hans um aftöku Biden

Er Trump búinn að tapa sér endanlega? – Stórfurðuleg færsla hans um aftöku Biden