fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

ESA lýkur rannsókn á ríkisábyrgðum á afleiðusamningum Landsvirkjunar

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 26. september 2018 15:32

A geothermic power station. Adobe RGB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisábyrgðir á afleiðusamningum Landsvirkjunar fólu ekki í sér ríkisaðstoð. Þetta er niðurstaða að lokinni rannsókn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Í samningum um stóriðju er fyrirtækið í samkeppni við aðra framleiðendur í Evrópu. Til að verjast gengis- og vaxtaáhættu í skuldasafni sínu gerði Landsvirkjun ýmiss konar afleiðusamninga sem íslenska ríkið gekk í ábyrgð fyrir.

ESA hóf rannsókn á ríkisábyrgðunum árið 2017 með það að markmiði að kanna hvort þær væru í samræmi við EES-reglur um ríkisstyrki. Hún hefur nú leitt í ljós að ábyrgðirnar á afleiðusamningum Landsvirkjunar leiddu ekki til efnahagslegs ávinnings fyrir fyrirtækið og er málinu því lokið að hálfu ESA.

Rannsókn ESA tók meðal annars til greina skýrslu frá óháðum sérfræðingum sem skoðuðu samningana og áhrif þeirra og framkvæmdi samanburðamat. Skýrslurnar sýndu að ríkisábyrgðin hafði ekki ívilnandi áhrif. Landsvirkjun fékk þess vegna ekki betri kjör við samningagerðina með ríkisábyrgð heldur en þeir hefðu fengið án hennar. Landsvirkjun gat gengið til afleiðusamninga án þeirra og gerði það í nokkrum tilfellum.

Ástæðan fyrir því að ríkið gekkst í ábyrgð var sú að áður fyrr var það í ábyrgð fyrir flestum eða öllum samningum Landsvirkjunar, en eftir rannsókn ESA árið 2013 var þeim reglum breytt. Áður fyrr nutu bæði Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur ótakmarkaðra ríkisábyrgða á öllum skuldbindingum sínum. ESA leit svo á að umræddar ríkisábyrgðir teldust ríkisaðstoð sem væri ósamrýmanleg ákvæðum EES samningsins. Stofnunin fór því fram á að íslensk yfirvöld breyttu reglunum sem og var gert. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar