fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. september 2018 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

VG hefur skilað ársreikningi fyrir árið 2017 til Ríkisendurskoðunar. Tap af rekstri flokksins í nam 13,7 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 17,9 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

2017 var kosið til Alþingis, annað árið í röð og var kostnaður vegna Alþingiskosninganna 34 milljónir króna. Framlög ríkisins til hreyfingarinnar voru 46.5 milljónir. Einstaklingar styrktu flokksstarfið um 11,5 milljónir króna, en fyrirtæki styrktu hreyfinguna um 5.4 milljónir.

Stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í rekstri hreyfingarinnar voru laun og tengd gjöld, nærri 38 milljónir króna.

Samstæðureikningur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hefur að geyma ársreikninga flokksins, auk kjördæmisráða, þingflokks og aðildarfélaga yfir viðmiðunarmörkum laga um fjármál stjórnmálasamtaka.

Ársreikninginn má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar