fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Eyjan

Bæjarins beztu aftur á „sinn stað“ – Verið með bráðabirgðaleyfi síðan 1937

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. september 2018 15:39

Mynd/ DV-Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin hér að ofan er tekin af hinum sívinsæla Bæjarins beztu pylsuvagni, sem færður var í dag aftur á „sinn stað.“

Færa þurfti pylsuvagninn í fyrra yfir Pósthússtrætið, á stéttina framan við Hótel 1919, meðan á framkvæmdum stóð við gerð nýrrar spennustöðvar á Hafnarstrætisreitnum, en pylsuvagninn hafði fram að því staðið nánast óhreyfður á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis í 81 ár, eða síðan 1937.

Bráðabirgðaleyfi síðan 1937

Athygli vekur að í Facebookfærslu Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, kemur fram að pylsuvagninn hafi starfað eftir bráðabirgðaleyfi frá árinu 1937.

Að sögn Guðrúnar Bjarkar Kristmundsdóttur, eiganda fyrirtækisins, horfir þó til betri vegar með endanlegt leyfi á næstunni:

„Þetta er svolítið skrítin saga. Við höfum farið fram á þetta í áratugi, að fá almennilegt stöðuleyfi. Við höfum ekki þurft að sækja um á hverju ári samt, það hefur endurnýjast sjálfkrafa, en nú stendur til að gera þetta formlega, þegar við erum komin aftur á réttan stað,“

segir Guðrún.

Skilgreiningarvandamál

Ástæða þess að fyrirtækið hefur ekki fengið stöðuleyfi í allan þennan tíma er tvíþætt og nokkuð kómískt:

 „Í gamla daga, löngu fyrir mína tíð þegar afi rak staðinn, voru rök borgarinnar fyrir því að veita ekki fullgilt leyfi sú, að staðurinn hvetti til drykkjuskapar og slagsmála!  Þá höfðu einhverjir góðborgarar kvartað til borgaryfirvalda að þarna væri nú bara einhver óþjóðalýður. Svona í seinni tíð hefur vandamálið helst verið að við virðumst ekki falla undir neina skýra skilgreiningu borgarinnar. Við erum ekki söluvagn, því pylsuvagninn er ekki færanlegur, við erum ekki sjoppa og ekki veitingastaður. Þá hafa þessi skipulagsmál borgarinnar á þessum reit, sem hafa verið svo lengi í pípunum, einnig verið fyrirstaða. Ég hef rekið þennan stað í 30 ár og strax í byrjun óskaði ég eftir að fá þessi mál á hreint, en nú er loksins eitthvað að gerast með það. Ég trúi varla að þeir fari að hrófla við okkur meira úr þessu, ég held að margir myndu kvarta yfir því.“

Heimsfrægar pulsur/pylsur

Pylsuvagninn komst í heimsfréttirnar árið 1986 þegar leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða, milli Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtoga Sovétríkjanna, en erlendir fjölmiðlamenn fjölluðu um staðinn meðan beðið var frétta.

Hann hlaut enn meiri athygli þegar Bill Clinton fékk sér eina bara með sinnepi árið 2004. Þá var Bæjarins beztu valinn næstbesti skyndibiti heims af breska blaðinu The Guardian árið 2006.

 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrásetti viðburðinn í dag  rækilega og birti á Facebook síðu sinni.

 

Ýmsir molar um Bæjarins beztu

Tekið af heimasíðu:

Vissir þú …

… að fyrstu árin voru pylsurnar á Bæjarins beztu ekki bornar fram í brauði – heldur bréfi.

… að það var ekki fyrr en 1948, þegar skömmtun á hveiti var aflétt sem farið var að bera pylsurnar fram í pylsubrauði.

… að Bandaríkjamenn borða 150 milljón pylsur á þjóðhátíðardegi sínum; þann 4. júlí ár hvert. (The National Hot Dog and Sausage Council)

… að fimm núverandi starfsmenn Bæjarins beztu hafa unnið hjá fyrirtækinu í meira en þrjátíu ár. Þetta eru þau María, Ásgeir, Bjössi, Guðrún og  Jón.

… að “pylsa” … eða “hot dog” var það fyrsta sem Mikki mús sagði opinberlega.

… að árið 2006 valdi breska stórblaðið The Guardian Bæjarins beztu næstbesta skyndibitastað í heimi.

… að besti skyndibitinn var skoskur hafragrautstaður.

… að það er ekkert bragð af lauk … bara lykt.

… að þó nokkrum sinnum hafi verið skipt um “innréttingar” á Bæjarins beztu – þá hafa verið nánast óbreyttar í útliti frá upphafi.

…  að tómatsósa var einu sinni seld sem lyf.

… að þrátt fyrir að Vals tómatsósa hafi ekki verið til á almennum markaði í ár – þá hafa Bæjarins beztu verið bornar fram með Vals tómatsósu allar götur frá 1960. Valur einfaldlega  framleiddi hana sérstaklega fyrir pylsuvagninn öll þessi ár.

… að á 19. öld gastu keypt tómatsósu með ýmsum bragðtegundum í Bandaríkjunum; t.d. með humar-, ostru-, valhnetu- og ansjósubragði

… að fyrstu árin var aðeins seld mjólk með pylsunum á Bæjarins beztu.

… að aðeins 3% Bandaríkjamanna vill pylsu með engu.

… að lengi framan af var “ein með öllu” pylsa með tómatmauki og sinnepi. Það var ekki fyrr en um miðja síðustu öld sem Bæjarins beztu fóru að bjóða upp á lauk með pylsunum.

… að ef þú biður um eina “Chicago” í samnefndri borg – þá færðu pylsu með gulu sinnepi, dökkgrænu “relish”, hráum lauk og tómatsneiðum. Yfir þessi herlegheit er svo sáldrað svolitlu sellerí-salti.

… að Joey Chestnut er nýkrýndur heimsmethafi í pylsuáti. Og hvert er metið? Haltu þér fast … 66 pylsur á 12 mínútum, takk fyrir pent – og þetta met setti hann í pylsuátskeppni sem haldin var á Coney Island 4. júlí 2007.

… að Mount Horeb safnið í Wisconsin í Bandaríkjunum er  sérstakt sinnepssafn. Stofnandi safnsins, Barry Levenson, er ekki bara hrifinn af hvers konar sinnepi … heldur hreinlega heltekinn af því. Hann borðar ekki bara sinnep með kjöti og fiski – heldur fær hann sér ekki ís með dýfu í eftirrétt – heldur ís með sinnepi.

… að Bæjarins beztu er sennilega sá íslenski veitingastaður sem hefur hlotið mesta umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Og þá erum við að tala um afar jákvæða umfjöllun … en ekki hvað?

… að þó Bæjarins beztu séu vandfundnar úti í hinum stóra heimi – þá bjóða aðrar þjóðir svo sem upp á alls konar pylsur. Á Spáni kallast þær “perrito caliente”, á Ítalíu “cane caldo” og Frakkarnir tala um “chien chaud”. Þjóðverjar eiga fleiri tegundir af pylsum en flestar aðrar þjóðir – og viljirðu fá þér eina með öllu þar í landi – þá biðurðu um “Wurst” eða “Heisser Hund”. Á hollensku er þetta aðeins öðruvísi – þar tala pylsuáhugamenn af ástríðu um “worstjes”. Bon appetit!

… að uppáhalds málsverður Marlene Dietrich var pylsur og kampavín … og oft lifði hún á þessu tvennu heilu vikurnar.

… að fyrstu áratugina komu pylsubrauðin alltaf óskorin úr bakaríinu. Það var því fyrsta verk fjölskyldunnar á hverjum morgni að skera nokkur hundruð pylsubrauð.

… að enn þann dag í dag er það hernaðarleyndarmál hvað gerir  Bæjarins beztu í alvöru að Bæjarins beztu pylsum.

… að bæði Elvis Presley og Led Zeppelin hafa sent frá sér lög sem heita einfaldlega “Hot dog”. Bob Dylan minnist einnig á pylsur í lagi sínu “Talkin’ World War III Blues” sem finna má á plötunni “Freewheelin’ Bob Dylan”.

… að í mörg ár var ekki hægt að fá remúlaði í pylsurnar á 17. júní – því það þótti of tímafrekt að setja það á þegar mikið var að gera.

… að þrír fyrrum forsetar Bandaríkjanna buðu upp á eina með öllu í opinberum veislum í Hvíta húsinu. Þetta voru þeir Franklin D. Roosevelt árið 1939, Jimmy Carter 1977 og Ronald Reagan 1980.

… að “ein með súrkáli og osti” er vinsælasta pylsan hjá íbúum Kansas City.

… að Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti fékk sér ekki eina með öllu á Bæjarins beztu – heldur eina með miklu sinnepi.

… að Ísland er eitt af örfáum löndum sem býr til pylsur úr lambakjöti – en ekki svína- eða nautakjöti.

… að  það er boðið upp á pylsur í páfagarði. Hægt er að panta sér eina með öllu á veitingastað í Vatíkaninu.

… að fyrst þegar farið var að bjóða upp á remúlaði á pylsurnar á  Bæjarins beztu – þá kostaði pylsa með remúlaði 10 krónum meira en pylsa með tómat, sinnepi og steiktum.

… að þó flestir Bandaríkjamenn séu brjálaðir í pylsur virðast amerískir karlar  í við hrifnari af réttinum en þarlendar konur. Nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að 34% karla borða pylsu í hverri viku … en aðeins 24% kvenna.

… að það var ekki fyrr en um 1980 sem Bæjarins beztu fóru að bjóða upp á kók með pylsunum. Fram að þeim tíma drakk fólk einfaldlega ískalda mjólk með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásakanir um kynferðisofbeldi valda titringi innan Sjálfstæðisflokksins – „Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki þátt í pólitík!“

Ásakanir um kynferðisofbeldi valda titringi innan Sjálfstæðisflokksins – „Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki þátt í pólitík!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Silfrið: Brostin samstaða um sóttvarnir og feluleikir Svandísar og Þórólfs – „Hann vildi bara ekkert fá þetta í Landsrétt“

Silfrið: Brostin samstaða um sóttvarnir og feluleikir Svandísar og Þórólfs – „Hann vildi bara ekkert fá þetta í Landsrétt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum
Farsóttarfangelsið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynjar svarar skotum Kára – Segir ferðina ekki hafa verið að óþörfu – „Hluti af óstjórnlegu frekjukasti“

Brynjar svarar skotum Kára – Segir ferðina ekki hafa verið að óþörfu – „Hluti af óstjórnlegu frekjukasti“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Birtir opið bréf til Kára vegna Kastljóssviðtalsins – „Hvet þig til að íhuga orð mín“

Birtir opið bréf til Kára vegna Kastljóssviðtalsins – „Hvet þig til að íhuga orð mín“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Lögleiðum ölvunarakstur“ segir Karen – „Þessi áróður um ölvunarakstur minnir mig á umræðuna um hryðjuverk“

„Lögleiðum ölvunarakstur“ segir Karen – „Þessi áróður um ölvunarakstur minnir mig á umræðuna um hryðjuverk“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andrés segir Pál hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir úti í kuldanum – Hvað mun gerast í Suðurkjördæmi?

Andrés segir Pál hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir úti í kuldanum – Hvað mun gerast í Suðurkjördæmi?