fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Samskip með nýtt siglingakerfi og nýtt skip

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. september 2018 19:30

Pálmar Óli Magnússon, stjórnarformaður Birtu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samskip gera stórfelldar breytingar á siglingaleiðum sínum nú í október. Í stað tveggja leiða verður nú siglt á þremur þar sem tvær, Norðurleið og Suðurleið, fara til Evrópu og ein, Strandleið, þjónar millilandaflutningum frá höfnum á Norður- og Austurlandi um Færeyjar til Evrópu. Við þessar breytingar bætist eitt skip í flotann. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Afhending í byrjun viku

„Með nýju og breyttu siglingakerfi koma Samskip til móts við þarfir viðskiptavina sinna sem kalla á styttri flutningstíma, aukinn áreiðanleika og aukna tíðni ferða. Fyrir innflutning er þjónustan sniðin að því að afhenda vörur á Íslandi snemma í vikunni. Fyrir útflutning er boðið upp á afhendingar í upphafi viku á lykilmarkaði í Evrópu. Þá er þjónusta við landsbyggðina efld til muna með vikulegum viðkomum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi.

Norðurleið er sniðin að þörfum þeirra sem flytja út vörur til meginlandsins og þeirra sem flytja inn vörur frá Skandinavíu, jafnframt því að þjóna Færeyjum. Suðurleið er sniðin að þörfum viðskiptavina sem flytja vörur til og frá Bretlandi og að innflutningi frá meginlandinu. Suðurleið tengir jafnframt Vestfirði beint inn á Bretland og meginlandið með vikulegum viðkomum á Bíldudal, sem er ný höfn í siglingakerfi Samskipa. Strandleið tengir svo viðkomuhafnir á Norður- og Austurlandi inn á Norðurleiðina í Færeyjum í viku hverri,“

segir í tilkynningu.

Geta betur tekist á við frávik

„Nýja siglingaáætlunin færir viðskiptavinum okkar margvíslegan ávinning,“ segir Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa á Íslandi. „Útflutningur á ferskum afurðum frá Íslandi á mikilvæga markaði í Evrópu í upphafi viku er viðskiptavinum okkar mikils virði. Nú getum við boðið afhendingu á mánudagsmorgni hvort sem er í gegnum Hull í Bretlandi eða Rotterdam í Hollandi inn á mikilvæga markaði í Evrópu.“

Með breytingunum segir Pálmar Samskip jafnframt svara kalli viðskiptavina sinna og geti nú afhent innflutningsvöru degi fyrr en áður í Reykjavík, sem sé fagnaðarefni fyrir marga. „Þjónusta okkar við byggðir landsins er að sama skapi efld verulega, enda bjóðum við nú vikulega komu skips á Bíldudal, Sauðárkrók, Akureyri og Reyðarfjörð. Nýja kerfið er betur í stakk búið til að takast á við frávik sem kunna að verða vegna veðurs, líkt og við þekkjum allt of vel hér á Norðurslóðum. Við erum sannfærð um að þessu nýja siglingakerfi verður vel tekið af öllum þeim sem þurfa á flutningsþjónustu að halda enda er það afrakstur samtals sem við höfum átt um nokkurt skeið við viðskiptavini okkar.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að