fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Barnshafandi konur sendar til Akureyrar vegna manneklu – Nýr samningsfundur í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 08:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra hefur verið boðaður fyrir hádegi í dag. Yfirvinnubann ljósmæðra hefur staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa og tvívegis hefur þurft að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanninu samkvæmt Fréttablaðinu.

Haft er eftir Lindu Kristmundsdóttur, framkvæmdarstjóra kvenna- og barnasviðs Landspítalans að neyðarástand sé á fæðingardeildinni og því mikilvægt að samningar náist fljótt.:

„Það er mikið álag á þeim starfsmönnum og við finnum einnig fyrir álagi og kvíða hjá verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Það viljum við ekki sjá. Einnig höfum við heyrt að verðandi mæður veigri sér við að hringja í okkur því þær telji sig vera að trufla okkur. Við viljum einmitt beina því til allra verðandi mæðra að hafa samband við okkur ef þær telja sig þurfa á þjónustu okkar að halda. Við höfum þurft í tvígang að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Það er neyðarástand og það skiptir öllu máli að deiluaðilar nái sáttum sem allra fyrst.“

Þá hefur verið flogið með barnshafandi konur að sunnan til Akureyrar, að sögn Eddu Guðrúnar Kristinsdóttur, ljósmóður á Sjúkrahúsinu á Akureyri:

„Við erum að taka á móti konum frá Reykjavík sem Landspítali sendir frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Reykjavík. Þótt staðan sé slæm hér er hún verri í Reykjavík. Því höfum við verið að taka við konum frá þeim og von er á fleiri konum til okkar á næstu dögum. Einnig misstum við eina ljósmóður í langtímaveikindi og því er mönnun hjá okkur afar knöpp. Þetta er viðráðanlegt eins og staðan er núna en ég veit ekki alveg hvernig helgin verður.“

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, býst við að nýtt tilboð sé á borðinu hjá ríkissáttasemjara, fyrst að samningafundi var flýtt, en það hafi komið henni á óvart.

Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, vildi ekki tjá sig Fréttablaðið um hvort nýtt tilboð eða sáttatillaga yrði lögð fram á fundinum, en taldi það eðlilegt miðað við þá stöðu sem upp væri komin, að efna til fundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?