fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Yfirvinnubann ljósmæðra hafið- Hættuástand á Landspítalanum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 08:14

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðnætti í nótt hófst yfirvinnubann ljósmæðra. Að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, er mönnunin á Landspítalanum undir öryggismörkum og fordæmir hann að ekki skuli vera efnt til samningafunda oftar. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir helgi:

„Það er hættu­ástand á Land­spít­al­an­um og enn sem komið er hafa hlut­irn­ir gengið upp með guðs hjálp, góðra manna, til­færsl­um og mik­illi vinnu. Upp­sagn­ir ljós­mæðra hafa hingað til bitnað á meðgöngu- og sæng­ur­legu­gangi. Yf­ir­vinnu­bannið mun bitna á öðrum deild­um, m.a. fæðing­ar­gangi. Með bann­inu verður erfiðara að leita til annarra sjúkra­húsa sem hafa þjón­ustað okk­ur, eins og sjúkra­hús­anna á Ak­ur­eyri og Akra­nesi, vegna álags þar. Við þurf­um að óska eft­ir und­anþágu fyr­ir yf­ir­vinnu fyr­ir ljós­mæður til þess að upp­fylla lág­marks­mönn­un á deild­um og sótt­um við um und­anþágu fyr­ir næt­ur­vakt og dagvakt í yf­ir­vinnu­bann­inu,“

sagði Páll við Morgunblaðið.

Í pistli Ölmu Möller landlæknis í vikunni, kom fram að ekki mætti mikið út af bregða til að hætta skapaðist:

„Ekki er vitað hvenær næsti álagstoppur kemur – en slíkir toppar koma. Aldrei er hægt að sjá alla hluti fyrir, það er hið óvænta sem er mesta áskorunin fyrir starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu. Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður. Bæði þreytast þeir sem þurfa að vinna langt umfram vinnuskyldu auk þess andlega álags sem fylgir slíkum aðgerðum, slíkt skal ekki vanmeta,“

sagði Alma í pistlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að