fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Smári snýst gegn sköpunarverki sínu: „Hvílík hneisa sem þetta blað er orðið“ – „Áróðursrit hinna ríku sem þröngvað er inn á öll heimili í krafti peningavalds“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. júlí 2018 10:20

Gunnar Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands og einn stofnenda Fréttablaðsins og fyrrum ritstjóri þess, segir að blaðið taki þátt í áróðursstríði fjármálaráðuneytisins gegn ljósmæðrum. Tilefnið er leiðari Harðar Ægissonar í dag, sem virðist taka upp hanskann fyrir ríkið í kjaradeilunni við ljósmæður.

Hörður skrifar meðal annars:

„Það er einfalt – en í senn ábyrgðarlaust – að gagnrýna stjórnvöld fyrir að semja ekki umsvifalaust við ljósmæður. Það er rangnefni að tala um kröfur þeirra sem „leiðréttingu“, hvað svo sem það þýðir, heldur fela þær einfaldlega í sér launahækkun langt umfram það sem aðrar opinberar stéttir hafa fengið. Engin rök standa því til þess að samþykkja þær kröfur. Fyrir liggur að ljósmæður verða seint taldar láglaunastétt heldur eru meðalheildarlaun þeirra þvert á móti ein þau hæstu innan Bandalags háskólamanna.“

Gunnar Smári segir Fréttablaðið í liði með Bjarna Ben:

„Það má náttúrulega undrast yfir að Fréttablaðið hafi ákveðið að taka þátt í áróðursstríði fjármálaráðuneytisins gegn ljósmæðrum, hinum undarlega leiðangri Bjarna Benediktssonar, með því markmiði að gera ljósmæður að ógn við samfélagið en hann sjálfan, heimsfrægan skattsvikara, landskunnan fjárglæframann, alræmdan yfirhylmarar og ósannsöglan klíkuforingja að verndara okkar gegn þeirra ógn sem stafar að ljósmæðrum; en í raun er enn meira tilefni til að furða sig á blaðið skuli enn á ný birtast með gatslitnar hagfræðikenningar nýfrjálshyggjunnar og veifa þeim framan í almenning í von um að hann lyppist niður og gefa öll völd sín til hinna ríku og voldugu. Það gengur ekki að halda því fram í einni setningu að hér hafi orðið fáheyrð kaupmáttaraukning í kjölfar mikilla launahækkana en halda því síðan fram að launahækkanir leiði ætíð til verðbólgu.“

Gunnar Smári er ekki par sáttur við málflutninginn, sem hann segir koma úr átt hinna ríku:

„Með fréttaflutningi sínum gegn ljósmæðrum á undanförnum dögum og með tveimur leiðurum í röð, þar sem blaðið stillir sér upp við hlið klíkuforingja hinna ríku og ríkisstjórnar hans; hefur Fréttablaðið stillt sér upp við hlið hinna ríku í stéttastríði þeirra gegn almenningi. Í dag fordæmir blaðið sérstaklega þá fáu og veiku græðlinga sem má merkja innan verkalýðshreyfingarinnar, um að hún kunni að rísa upp á afturfæturna og verða aftur baráttutæki fyrir hagsmunum almennings en ekki samverkamaður hinna ríku í stéttastríði þeirra gegn hinum fátækari. Einu sinni var Fréttablaðið einskonar alþýðublað, fríblað sem borið var út til allra og gat því ekki annað en endurómað almannahag í flestum málum. Frjálsir fjölmiðlar taka mið af þeim sal sem þeir ávarpa. Í dag er Fréttablaðið áróðursrit hinna ríku sem þröngvað er inn á öll heimili í krafti peningavalds til að reka áróður fyrir hagsmunum hinna ríku. Og veigrar sér ekki við að ráðast að ljósmæðrum og reyna að útlista þær sem hrægamma og skaðræðislið, þjóðníðinga. Hvílík hneisa sem þetta blað er orðið.“

Gunnar Smári segir nýfrjálshyggjuna ástæðuna fyrir efnahagslegu rússíbanareið undanfarinna áratuga:

„Sú efnahagslega rússíbanareið sem riðið hefur yfir launafólk á umliðnum áratugum hefur ekki verið vegna launahækkana heldur vegna stórskaðlegrar efnahagsstefnu sem byggir á nýfrjálshygginni manngildishugmynd; að ætíð skuli framkvæma allt sem hinir ríku vilja en aldrei hlusta á hagsmuni hinna verr stæðu. Þótt atvinnuleysi hafi sjaldan verið minna og það sé sérstaklega lítið meðal hinna verst launuðu leiðir það ekki til launahækkana, lögmál framboðs og eftirspurnar virkar ekki á vinnumarkaði hinna verst settu þar sem hinum ríku hafa verið gefin eftir öll völd, þar sem þeir hafa náð öllum völdum með því að sækja hart fram í stéttastríði sínu gegn hinum veikustu. Þetta er ekki bara raunin hér heldur um allan hinn vestræna heim. Laun hækka ekki í Bandaríkjunum þrátt fyrir lítið atvinnuleysi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr