fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Fálkaorðan flytur suður

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 17. júní 2018 18:27

Frá vinstri: Forseti Íslands, Aðalbjörg Jónsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Erna Magnúsdóttir, Nanna V. Rögnvaldardóttir, Hilmar Örn Hilmarsson, Árni Björnsson, Sigurður Steinar Ketilsson, Friðrik Skúlason, Steinar J. Lúðvíksson, Sævar Pétursson, Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Andrea Sigríður Jónsdóttir. Á myndina vantar Eddu Björgvinsdóttur. Ljósmynd: Gunnar G. Vigfússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn. H. Gunnarsson ritar:

Fjórtan fengu þann 17. júní sl. heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Allri eru þeir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Á nýársdag voru 12 Íslendingar sæmdir fálkaorðunni.  Tíu þeirra eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu.  Einn orðuhafi er í Reykjanesbæ og annar á Selfossi. Samtals hafa 26 fengið fálkaorðuna á árinu og 24 þeirra eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einkum störf að listum og menningu sem heiðrað er fyrir.

Í orðunefnd sitja sex manns og eru fimm þeirra skipaðir samkvæmt tillögu forsætisráðherra:

Guðni Ágústsson, fv. ráðherra, formaður
Ellert B. Schram, fv. alþingismaður og fv. forseti ÍSÍ
Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar
Jón Egill Egilsson, fv. sendiherra
Svanfríður Jónasdóttir, fv. bæjarstjóri og fv. alþingismaður

Örnólfur Thorsson, orðuritari

Þeir sem fengu orðuna nú eru:

  1. Aðal­björg Jóns­dótt­ir prjóna­lista­kona, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar prjóna­hefðar og hönn­un­ar
  2. Andrea Sig­ríður Jóns­dótt­ir út­varps­maður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til kynn­ing­ar á ís­lenskri og er­lendri dæg­ur­tónlist
  3. Árni Björns­son þjóðfræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskra þjóðfræða og menn­ing­ar
  4. Edda Björg­vins­dótt­ir leik­kona, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar
  5. Erna Magnús­dótt­ir for­stöðumaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu krabba­meins­sjúkra
  6. Friðrik Skúla­son tölv­un­ar­fræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag á sviði upp­lýs­inga­tækni
  7. Hilm­ar Örn Hilm­ars­son tón­skáld, Álfta­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lensk­ar tón­list­ar og trú­ar­hefðar
  8. Krist­ín G. Gunn­laugs­dótt­ir mynd­list­armaður, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar
  9. Nanna V. Rögn­vald­ar­dótt­ir rit­höf­und­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir ritstörf á sviði mat­ar­menn­ing­ar
  10. Sig­urður Stein­ar Ket­ils­son fyrr­ver­andi skip­herra, Hafnar­f­irði, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til land­helg­is­gæslu og björg­un­ar­starfa
  11. Stefán Karl Stef­áns­son leik­ari, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar og sam­fé­lags
  12. Stein­ar J. Lúðvíks­son rit­höf­und­ur, Garðabæ, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til sagna­rit­un­ar og blaðamennsku
  13. Sæv­ar Pét­urs­son bif­véla­virki, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til varðveislu og end­ur­gerðar gam­alla bif­reiða
  14. Val­gerður Jóns­dótt­ir skóla­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi tón­list­ar­kennslu fatlaðra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að