fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Framsókn sigurvegari meirihlutaviðræðna tólf stærstu sveitarfélaganna

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. júní 2018 15:00

Sigurður Ingi jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar litið er til tólf stærstu sveitarfélaganna á Íslandi, má sjá að Framsóknarflokkurinn situr í flestum meirihlutum, eða sjö talsins. Framsóknarmenn, sem ýmist eru frjálsir eða óháðir, eru í meirihluta í Kópavogi, Hafnarfirði, Akranesi, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Akureyri og Árborg.

Samfylkingin er í fimm meirihlutum. Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Reykjanesbæ, og Árborg.

Sjálfstæðisflokkurinn er einnig í fimm meirihlutum, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellsbæ.

Vinstri grænir eru í Reykjavík og Mosfellsbæ.

Píratar, Viðreisn og Miðflokkur eru allir í einum meirihluta, þeir fyrstnefndu í Reykjavík og Miðflokkur í Árborg.

Tvö bæjarfélög eru með hreinan meirihluta, Garðabær og Seltjarnarnes, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur.

Þrjár konur eru bæjarstjórar af tólf stærstu bæjarfélögunum.

Þær gætu orðið sex, líkt og karlkyns bæjarstjórarnir eru nú, en eftir er að ráða bæjarstjóra í þremur sveitarfélögum, Akureyri, Árborg og Fjarðabyggð.

„Það er ekkert nýtt sem stendur upp úr í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum en ef hægt er að tala um einhverja sigurvegara þá virðist Framsókn halda merkilega vel velli og vera sterk í meirihlutum í stærstu sveitarfélögunum að Reykjavík undanskilinni. Þetta gerist þrátt fyrir að Framsókn sé að glíma við Miðflokkinn sem má vel við una eftir kosningar. Auk þess náði Viðreisn að koma sér á blað í sveitarstjórnarpólitíkinni,“

segir Grétar Eyþórsson stjórnmálaprófessor við Morgunblaðið. Hann tekur fram að það hljóti að vera vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn að komast ekki í meirihluta í Reykjavík, þrátt fyrir fylgisaukningu. Auk þess sé fylgistap í Reykjanesbæ og klofningur í Vestmannaeyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr