fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Brynjar um Pál Magnússon: „Ef þú ert þingmaður flokksins þá styðurðu flokkinn en ekki einhvern klofning út úr honum“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. júní 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, virðist ekki sérlega vinsæll meðal kollega sinna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, ef marka má orð Brynjars Níelssonar og Vilhjálms Árnasonar í Fréttablaðinu í dag. Páll hefur verið í kastljósinu vegna þess að hann studdi ekki Sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnarkosninga, þar sem hann er sagður hafa stutt klofningsframboðið Fyrir Heimaey, leitt af Írisi Róbertsdóttur, sem er nýr bæjarstjóri í Eyjum. Sjálfur sagði Páll í gær að hann hafi ekki stutt Sjálfstæðisflokkinn, þar sem hann taldi ég sig þannig „best gæta heild­ar­hags­muna Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi öllu.“

Brynjar segir við Fréttablaðið að forystumenn í Eyjum beri nokkra ábyrgð og segir hana hafa verið skammaða fyrir að grípa ekki strax með afgerandi hætti inn í atburðarrásina áður en allt hafi farið í óefni. Hann sendir Páli einnig væna sneið:

„Það breytir því samt ekki, óháð því hvort maður er ánægður eða óánægður með Elliða, að ef þú ert þingmaður flokksins þá styðurðu flokkinn en ekki einhvern klofning út úr honum. Vandamálið er bara að hann studdi ekki flokkinn í kosningunum og það er að draga mikinn dilk á eftir sér.“

Brynjar segir að ekki megi bara safna já-fólki í kringum sig:

„Ef önnur klíkan er útilokuð þá dýpkar gjáin og verður á endanum svo djúp að enginn kemst yfir.“

Vilhjálmur Árnason segir að pólitíkin sé breytt eftir hrunið. Fólk hiki ekki við að leita annað hljóti þeir ekki framgang í sínum flokki. Hann sendir Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, kaldar kveðjur:

„Við erum náttúrulega að sjá fullt af okkar fólki innan annarra flokka; í Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins til dæmis. Fólk sem fékk ekki þær stöður sem það vildi innan okkar flokks og þá er bara hlaupið annað. Það er auðvitað það sem gerðist með Írisi. Hún fékk ekki það sem hún vildi og þá stofnaði hún bara eigið framboð í Eyjum. Þetta er orðið miklu algengara en áður, að þeir sem ná ekki framgangi innan flokksins hlaupi frá hugsjónum hans og stofni sérframboð eða hlaupi inn í næsta flokk.“

Sagt er að deilurnar í Eyjum hafi skapað deilur innan fjölskyldna og að vinir og samherjar til margra ára ræðist ekki við. Þá er forysta Sjálfstæðisflokksins sögð í þröngri stöðu, þar sem sjálfstæðismenn í Eyjum heimti stuðning hennar. Forystan vilji hinsvegar ekki vera afdráttarlaus, þar sem hún vonist enn til að geta lagað vandamálið með því að sameina flokkana á ný, líkt og kom fram í yfirlýsingu Páls Magnússonar í gær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að