fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Staksteinar: Reykjavíkurborg greiddi fyrir kosningabaráttu Samfylkingarinnar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. júní 2018 12:30

Marta Guðjónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Staksteinum Morgunblaðsins segir að gerð myndbanda um borgarlínuna og að setja Miklubraut í stokk, sem voru ein helstu kosningamál Samfylkingarinnar í borginni í aðdraganda sveitastjórnarkosninga, hafi verið kostuð af Reykjavíkurborg. Er látið að því liggja að Samfylkingin hafi nýtt sjóði Reykjavíkurborgar í eigin þágu.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um kostnaðinn við gerð myndbandanna, en fékk ekki svör fyrr en eftir kosningar:

„Gagnsæ stjórnsýsla borgarinnar þar sem allt á að vera fyrir opnum tjöldum veitir ótrúlegt svigrúm fyrir misnotkun og pukur. Hið sama má segja um lög um fjármál stjórnmálaflokka, sem setja þá sem vilja fara eftir þeim í spennitreyju en hindra hina ekki í að nota háar fjárhæðir til að kynna baráttumál sín. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um kostnað við myndbönd sem borgin lét framleiða í aðdraganda kosninganna. Myndböndin fjölluðu um tvö helstu kosningamál Samfylkingarinnar, borgarlínu og Miklubraut í stokk. Svo heppilega vildi til – fyrir Samfylkinguna og borgarstjóra – að svar við fyrirspurn Mörtu barst ekki fyrr en eftir kosningar. Þá kom í ljós að kostnaðurinn við þessi kosningamyndbönd Samfylkingarinnar var 4,2 milljónir króna,“

segir í Staksteinum og gefur höfundur í skyn að hefðu upplýsingarnar legið ljósar fyrir kosningar, hefði það hugsanlega getað breytt úrslitunum. Hefði það væntanlega verið Sjálfstæðisflokknum í vil, sem er á móti borgarlínunni.

Þar segir einnig að kostnaðurinn við myndböndin hafi bæst við þær 12.8 milljónir sem fóru í kynningu á borgarlínunni á sýningunni Verk og vit:

„Þessi kostnaður bætist við enn hærri kostnað, 12,8 milljónir króna, sem Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga, lagði út fyrir í vor til að taka þátt í sýningunni Verk og vit. Þær milljónir fór einnig í að kynna borgarlínuna, meðal annars með sérstökum Borgarlínubjór! Samtals eyddi borgin, undir stjórn Samfylkingarinnar, því 17 milljónum króna af skattfé, bara í þennan kosningaáróður fyrir flokkinn, skömmu fyrir kosningar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar