fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Breyting á rekstrarleyfi hjá Fjarðalaxi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. júní 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun hefur gefið út breytt rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldisstöðvar Fjarðalax í Patreksfirði. Rekstrarleyfi Fjarðalax hf til framleiðslu á laxi í sjókvíum í nýjum stöðvum í Patreksfirði og Tálknafirði voru gefin út í desember 2017. Í upphafi árs kom í ljós að færa þyrfti til eldissvæði Fjarðalax að Eyri í Patreksfirði vegna straumstefnu fjarðarins. Breyting á staðsetningu eldissvæðanna er til bóta fyrir umhverfið og eldisfiskinn og var það mat Skipulagsstofnunar að breytingin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Umhverfisstofnun vinnur að útgáfu nýs starfsleyfis en ljóst er að starfsleyfi verður ekki gefið út fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Vegna áætlana Fjarðalax að setja út seiði í byrjun júní sótti fyrirtækið um undanþágu frá starfsleyfi til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins svo unnt væri að gefa út breytt rekstrarleyfi af hálfu Matvælastofnunar með nýrri staðsetningu sjókvía.

Í umsögn Umhverfisstofnunar vegna meðferðar umhverfisráðuneytisins kemur fram að breytingin sé ekki líkleg til að auka lífrænt álag í firðinum heldur væri hún til þess fallin að draga úr neikvæðum umhverfisaðstæðum. Kröfur í starfsleyfi munu haldast óbreyttar og gerði Umhverfistofnun ekki athugasemdir við að undanþága yrði veitt. Umhverfisráðuneytið veitti í framhaldinu undanþáguna og gildir hún til 1. október 2018.

Matvælastofnun telur að um óverulega breytingu á útgefnu leyfi frá desember 2017 sé að ræða, þar sem eingöngu er um að ræða breytingar á hnitum á einu eldisvæði og dagsetningu áður útgefins leyfis. Breytingin telst á allan hátt jákvæð með tilliti til umhverfis og velferðar fisksins og hefur stofnunin því breytt rekstrarleyfi varðandi staðsetningu kvíar að Eyri í Patreksfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að