fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Haraldur með tvær milljónir á mánuði í Mosó – Hækkaði um 360 þúsund

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. maí 2018 08:53

Haraldur Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, fékk 360 þúsund króna launahækkun árið 2017. Bæjarfulltrúar hækkuðu einnig í launum um 34 prósent. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar afsalaði sér ekki hækkun kjararáðs á þingfarakaupi árið 2016 líkt og margar sveitastjórnir aðrar.

 

Haraldur var með tvær milljónir á mánuði sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi árið 2017 en það er 361 þúsund krónum meira en árið áður, en hækkunin nemur 22 prósentum.

Samkvæmt ráðningarsamningi fylgja laun bæjarstjóra launum ráðuneytisstjóra. Haraldur er einnig kjörinn bæjarfulltrúi og þiggur því tvöföld laun og er meðal hæst launuðu bæjarstjórum landsins. Í Mosfellsbæ búa um 10000 manns.

 

Laun bæjarfulltrúa alls námu 34 milljónum árið 2017, voru 25,4 áður. Hækkunin nemur 33,8 prósentum, en laun bæjarstjórnar hækkuðu frá og með 1. Janúar 2017 í samræmi við hækkun þingfararkaups.

 

Til samanburðar nefnir Vísir að bæjarstjóri Akureyrar, Eiríks Björns Björgvinssonar, hækkaði um 103 þúsund krónur á mánuði í launum í fyrra, sem er sjö prósent hækkun og laun bæjarfulltrúa um 31 prósent. Eiríkur var því með 1.562 þúsund á mánuði árið 2017, samanborið við 1.459 þúsund árið áður.

Akureyrarbær er meðal þeirra sem aftengdu sig þingfararkaupi og hækkunum kjararáðs í lok árs 2016 og miða sig við launavísitölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar