fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Unga fólkið vill ekki Sjálfstæðisflokkinn – Tilfinningin gagnkvæm ?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. maí 2018 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við niðurstöðurnar í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið í gær, má áætla að Sjálfstæðisflokkurinn vilji helst ekki að ungir kjósendur í Reykjavík taki sér tak og mæti á kjörstað. Kjörsókn hefur verið með minnsta móti í undanförnum sveitastjórnarkosningum og er Reykjavík engin undantekning. Það skrifast að nokkru leyti á aldurshópinn 18-24 ára, sem virðist illfáanlegur á kjörstað.

Fjallað var um tilraunir borgarmeirihlutans á dögunum til að fá fleira ungt fólk í kjörklefann, með því að senda því áminningu í gegnum sms. Slíkt þótti vafasamt, þar sem öll markaðssetning í gegnum sms er bönnuð. Kosningahvatning var í þessu tilfelli ekki skilgreind sem markaðssetning og mun því Reykjavíkurborg senda sms á stóran hóp ungmenna, um að koma og kjósa á laugardaginn.

Það rataði einnig í fréttirnar þegar Reykjavíkurborg ákvað, í aðdraganda kosninga, að byrja á tilraunaverkefni með gatnahreinsun. Nýjungin fólst í því að tilkynna átti íbúum valinna hverfa að slík hreinsun færi fram um daginn í þeirra hverfi, með sms. Með þessu átti að spara pappírs- og dreifingarkostnað auk þess að hlífa umhverfinu.

Þegar þessi verkefni voru sett í samhengi útfrá tímasetningu, sagði Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, að borgin væri „augljóslega notuð sem áróðurstæki í kosningabaráttu Samfylkingarinnar.

Í ljósi aldursgreiningar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, gæti sms-kjörsóknarátak meirihlutans haft úrslitaáhrif og því er það akkur Sjálfstæðisflokksins að unga fólkið haldi sig heima

Aðeins 16,3% aðspurðra á aldrinum 18-29 ára sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, meðan 44% sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna.

Svipaða sögu er að segja af fólki á aldrinum 30-44 ára. Þar sögðust 17,6% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en 29,7% Samfylkinguna.

Í aldurshópnum 45-59 ára mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærri en Samfylking, með 33.5% móti 26,1% en hinsvegar mælist Samfylking stærri en Sjálfstæðisflokkur meðal þeirra sem eru 60 ára og eldri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að