fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Samfylkingin ver Heiðu Björg fyrir feðrahreyfingunni: „Óljóst hvað hún á að hafa gerst sek um“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 01:46

Heiða Björg Hilmisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem ásökunum feðrahreyfingarinnar í garð Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarfulltrúa og varaformanns Samfylkingarinnar, er vísað á bug. Í yfirlýsingunni kemur fram að Heiðu hafi borist bréf frá RG lögmönnum fyrir helgi með ásökunum um ærumeiðingar, en sagt er að þau ummæli sem Heiða á að hafa haft uppi séu ekki tilgreind með nákvæmum hætti og því óljóst hverjar sakagiftirnar séu.

Í bréfinu er Heiða sökuð um að hafa „sagt nafngreinda einstaklinga innan hópsins hafa beitt barnsmæður sínar ofbeldi“ en þær ásakanir eru sagðar úr lausu lofti gripnar.

 

 

Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan:

Að gefnu tilefni sendir Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ásakana sem birst hafa í fjölmiðlum í garð varaformanns flokksins, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarfulltrúa.

Heiðu Björgu barst bréf frá RG lögmönnum fyrir helgi er innihélt ásakanir í garð hennar um hegningarlagabrot, nánar tiltekið að hún hefði með orðum sínum í útvarpsþættinum Harmageddon, þann 23. mars sl., meitt æru fjögurra nafngreindra manna er komið hafa fram fyrir hönd hóps er kallar sig daddytoo. Í bréfinu eru meint ummæli Heiðu Bjargar ekki tilgreind með nákvæmum hætti og því óljóst hvað hún á að hafa gerst sek um. Hins vegar hafa einstaklingar er segjast koma fram fyrir hönd daddytoo hópsins ítrekað á undanförnum tveimur mánuðum sakað Heiðu Björgu opinberlega um að hafa sagt nafngreinda einstaklinga innan hópsins hafa beitt barnsmæður sínar ofbeldi. Allar þær ásakanir eru úr lausu lofti gripnar.

Það er hins vegar lykilatriði þessa máls að Heiða Björg hefur staðið í fararbroddi sístækkandi hóps fólks sem berst gegn hvers kyns ofbeldi. Hún hefur sett ofbeldismál í Reykjavík í öndvegi, hvoru tveggja með því að hafa tekið virkan þátt í stofnun ofbeldisvarnarráðs og Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis í samstarfi við ríkið, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og grasrótarsamtök er barist hafa gegn ofbeldi. Heiða Björg er ein öflugasta talskona kvenfrelsis á vettvangi stjórnmálanna og ötul baráttukona fyrir jafnrétti, jöfnuði og samfélagi án ofbeldis. Þá var Heiða Björg ein af upphafskonum metoo byltingarinnar hér á landi, er hópur stjórnmálakvenna steig fram og lýsti kerfisbundnu ofbeldi og mismunun gegn konum í stjórnmálum.

Samfylkingin er flokkur kvenfrelsis og jafnréttis sem tekur afstöðu með þolendum ofbeldis, gegn hvers kyns ofbeldi. Samfylkingin berst fyrir því að réttindi barna séu ávallt í fyrirrúmi. Hagsmunir barnsins skulu ávallt vera leiðarljós stjórnvalda þegar málefni barna eru til umfjöllunar og þar telur Samfylkingin að verk sé að vinna.

Reykjavík, 22. maí 2018

Stjórn Samfylkingarinnar,

Logi Einarsson, formaður
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, ritari 
Hákon Óli Guðmundsson, gjaldkeri
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“