fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Samtök um karlaathvarf stofnuð: „Þörfin er mikil“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. maí 2018 17:00

Frambjóðendur Karlalistans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Skagfjörð Sæmundsson er meðlimur í Samtökum um Karlaathvarf sem stofnuð voru í dag. Að samtökunum standa þeir einstaklingar sem kenndir hafa verið við feðrahreyfinguna #daddytoo og Karlalistann, en Kristinn er í 4. sæti Karlalistans fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Í lögum samtakanna segir meðal annars að tilgangur þess sé að „reka athvarf fyrir karla og börn þeirra sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.“

Kristinn S. Sæmundsson

Kristinn segir enga vanþörf á slíku athvarfi:

„Hingað til hafa ekki verið neinar leiðir opnar fyrir karlmenn og drengi sem búa við kúgun og ofbeldi. Með þessu erum við líka að reyna að brjóta á bak aftur mýtuna um að karlmenn megi ekki tala um tilfinningar sínar, heldur eigi að grafa þær djúpt í sálinni og harka af sér. Þörfin er mikil og við sjáum að sem betur fer eru fleiri og fleiri sem þora að stíga fram. Með þessu vonumst við til þess að veita öruggt skjól, alveg eins og Kvennaathvarfið gerir fyrir konur,“

segir Kristinn.

Það er þó langur vegur framundan, þar sem eftir á að tryggja fjármagn og húsnæði:

„Við erum að leggja inn umsókn og firmaskrá og setja þetta ferli í gang. Við munum sækja um styrki til hins opinbera og leita eftir fjármagni, jafnvel vera með söfnun og slíkt, en við eigum eftir að finna húsnæði.“

 

 

Fréttatilkynning um stofnun Samtaka um Karlaathvarf

Samtök um Karlaathvarf verða formlega stofnuð í dag, föstudaginn 18. maí kl. 14.00, þegar nokkrir af forkólfum samtakanna koma saman að Laugarvegi 166 (hlutafélagaskrá) til að leggja inn formlega skráningu. Þeir einstaklingar sem standa að baki Samtaka um Karlaathvarf eru í forsvari fyrir nokkur félög sem kennd eru við hinar svokölluðu „feðrahreifingar“ en eftir að aðgerðahópurinn #DaddyToo var stofnaður hefur orðið mikil vitundarvakning á nauðsyn þess að karlmenn sem eru beittir ofbeldi geti leitað í stuðning og ráðgjöf. Það er von okkar að sem flest áhugafólk og sérfræðingar sem láta sig þessi mál varða muni koma að borðinu með okkur til að byggja starfið upp. Þetta er grettistak og mikil þörf fyrir slíka þjónustu fyrir hin fjölmörgu karlkyns fórnarlömb ofbeldis og kúgunar.

Nokkrar greinar úr lögum samtakanna:

1.gr. Félagið heitir Samtök um karlaathvarf

2. gr. Tilgangur samtakanna: 1. Að reka athvarf fyrir karla og börn þeirra sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Að veita þolendum misréttis og mismununar er lítur að rétti barna til beggja foreldra stuðning. 2. Að veita ráðgjöf og upplýsingar, efla fræðslu og umræðu um ofbeldi sem beinist gegn körlum og börnum þeirra. Að leiðrétta ranghugmyndir um að ofbeldi sé kynbundið, enda eru karlmenn ekki síður þolendur ofbeldis heldur en konur. 3. Starfa að réttindamálum barna með rannsóknum og upplýsingagjöf. Að berjast fyrir jöfnum rétti barna til beggja foreldra sinna. Tala gegn tálmanamenningu sem er við líði á Íslandi og beita sér fyrir því að til séu úrræði til að bregðast við slíku ofbeldi. 4. Vera málsvari karlmanna og barna þeirra og berjast gegn þeirri gegnsýrðu hugmyndafræði sem hefur náð að skjóta rótum í Íslensku samfélagi, sem skekkir verulega alla fjölmiðlaumræðu. Berjast gegn þeirri meðvirkni sem er með foreldraútilokun og/eða réttindabrotum er lúta að takmörkuðum tíma barna með öðru hæfu foreldri sínu. 5. Stuðla að því að þjóðfélagið, lög þess og stofnanir fari eftir 65.gr. Stjórnarskrár Íslands og mismuni ekki fólki á grundvelli kyns; að í málsmeðferð forsjármála sé ekki hyglað öðru foreldrinu út frá kynferði þess.

3. gr. Félagið hyggst bjóða upp á faglega sérfræðiráðgjöf fyrir skjólstæðinga athvarfsins og skammtímadvöl í húsnæði samtakanna. Vera vettvangur fyrir umræðu um ofbeldi gegn karlmönnum og börnum þeirra. Staður til að fá stuðning og geta deilt reynslu sinni.

Stjórn samtakanna skipa: Huginn Þór Grétarsson Gunnar Kristinn Þórðarson Freiðgeir Örn Hugi Ingibjartsson Kristinn Sæmundsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?