fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Miklar breytingar á KR-svæðinu framundan

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 13. maí 2018 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta skrefið í átt að breytingum á KR-svæðinu við Frostaskjól og Kaplaskjólsveg var tekið í síðustu viku, þegar samþykkt var í borgarráði verklýsing á breytingum í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir KR-svæðið í Vesturbænum. Er það í samræmi við viljayfirlýsingu borgarinnar og KR frá því í nóvember í fyrra.

Kynntar hafa verið frumteikningar af svæðinu á íbúafundum. Stefnt er að því að svæðið verði blanda af íbúðum, atvinnustarfssemi, samfélagsþjónustu og verslunarstarfssemi.

Frumtillögur gera ráð fyrir 32.000 fermetra aukningu í byggingarmagni. Um 12.000 fermetra aukning verður á knattspyrnusvæðinu, en um 4200 sætum verður bætt við í stúkum umhverfis KR-völlinn sjálfan. Þá verða um 10.000 fermetrar til fyrir minni íbúðir og aðrir 10.000 fermetrar undir þjónustu.

Áætlað er að lokaafgreiðsla tillögunnar að lokinni auglýsingu verði um mánaðarmótin september/október næstkomandi.

Arkitektarnir Bjarni Snæbjörnsson og Páll Gunnlaugsson hafa unnið að verkefninu með KR og eru tölvumyndirnar hér að neðan, þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að