fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Skrifað undir rammasamning við Rauða krossinn á Íslandi

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 18:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Kristinsson og Sturla Sigurjónsson við undirritun samningsins í dag. Ljósmynd: UTN

Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, skrifuðu í morgun undir rammasamning um stuðning ráðuneytisins við alþjóðlega mannúðaraðstoð Rauða krossins á Íslandi. Samningurinn gildir til loka árs 2020 og felur í sér fyrirsjáanleg framlög til mannúðarverkefna Rauða krossins yfir tímabilið. Hann er gerður í framhaldi af samstarfsyfirlýsingu beggja aðila frá því í febrúar 2017.

Markmið rammasamningsins er að auka skilvirkni og árangur mannúðaraðstoðar íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins á Íslandi í samstarfi við Alþjóðaráð Rauða krossins og Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans, auk annarra leiðandi alþjóðlegra stofnana í mannúðarmálum.

Jafnframt er leitast við að gera fjármögnun mannúðarstoðar RKÍ fyrirsjáanlegri og auðvelda skipulagningu hennar til lengri tíma með það að markmiði að auka áhrifamátt aðstoðar við berskjaldað fólk.

Mannúðaraðstoð grundvallast á þörfum hverju sinni og felur í sér björgun mannslífa, vernd óbreyttra borgara, útvegun nauðþurfta, annarri aðstoð til nauðstaddra og að auðvelda þeim afturhvarf til eðlilegra lífshátta í kjölfar náttúruhamfara og hamfara af mannavöldum.

Upphæð samningsins er tiltekið hlutfall af heildarupphæð framlaga ráðuneytisins til mannúðarverkefna íslenskra borgarasamtaka á samningstímabilinu og nemur rúmlega 93 milljónum króna árið 2018.

Frekari upplýsingar um samstarf ráðuneytisins við íslensk borgarasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð, m.a. verklagsreglur og upplýsingar varðandi styrkveitingar og stefnumið í málaflokknum, má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi