fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Stéttarvitund forstjóranna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. mars 2018 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef lengi haldið því fram að hvergi sé stéttarvitund sterkari en meðal forstjóra. Það gerðist svo nýskeð að stjórnmálamenn og embættismenn hjá ríkinu fóru að gá hvað forstjórar hafa skammtað sér í laun – og þeir vildu líka fá. Það endaði í úrskurðum Kjararáðs sem setja íslenska vinnumarkaðinn á annan endann. En þetta getur ekki verið nein keppni, því forstjórarnir munu alltaf hækka sig meira. Til þess hafa þeir aðra forstjóra í stjórnum fyrirtækja til að hækka sig möglunarlaust.

Merkilegast er reyndar að fylgjast með því hvernig lífeyrissjóðir í eigu launþega makka með. Þeir eiga núorðið um það bil helming af fyrirtækjum á íslenska hlutabréfamarkaðnum.

Tökum til dæmis N1 sem hefur þétt net af sjoppum og bensínstöðvum út um allt land. Forstjórinn þar hefur verið hækkaður í launum um 20 prósent. Hann er með 6 milljónir króna á mánuði. Launin hafa hækkað sem nemur milljón á mánuði – hækkunin ein nemur semsagt þrennum verkamannalaunum eða svo.

Samt – og þetta er mjög í anda forstjóraræðisins þar sem gagnkvæm umbun skiptir meira máli en árangur og verðleikar, má líka kalla það stéttarahagsmuni – hefur afkoma fyrirtækisins versnað. Eða eins og segir á Vísi.

Hagnaður N1 hf. nam rétt rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við tæplega 3,4 milljarða árið 2016 og dróst því saman um nærri 1,4 milljarða króna.

Og það kemur líka fram í sömu frétt að stærstu eigendur N1 séu Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,3 prósent og Gildi lífeyrissjóður með 9,2 prósent. Þetta er semsagt fyrirtæki sem er að miklu leyti í eigu launþega. En skiptir það einhverju máli?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn