fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Jóhanna biður VG griða

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. mars 2018 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var merkilegt að heyra Jóhönnu Sigurðardóttur stíga í pontu á landsfundi Samfylkingarinnar og biðja Vinstri grænum griða. Jóhanna er núorðið hinn óskoraði leiðtogi í sögu Samfylkingarinnar, flokkurinn kýs að hefja hana á stall sem stóra stjórnmálamanninn í sögu sinni en hirðir ekki mikið um aðra fyrrverandi formenn eins og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur Skarphéðinsson. Orð hennar hafa gríðarlega vigt innan flokksins.

Og Jóhanna segir um VG:

Þeir eru okk­ar sam­herj­ar og geta orðið það fyrr en okk­ur órar fyr­ir því ég hef enga trú á að þessi rík­is­stjórn sitji út kjör­tíma­bilið.

Semsagt, að mati Jóhönnu á Samfylkingin ekki að hamast of mikið í Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum. Hún áréttaði líka að Samfylkingin ætti að vera vinstri flokkur, ekki miðjuflokkur eða hægra megin við miðjuna. Þar vísar hún greinilega í tímann fyrir hrun þegar blairisminn var allsráðandi í Samfylkingunni.

Svavar Gestsson tekur upp orð Jóhönnu á Facebook og skrifar:

 Jóhanna er stjórnmálamaður sem er flínk við að finna rétta tóninn á vinstri væng; þess vegna varð hún forsætisráðherra eftir hrunið, hafði þó sjálf verið í hrunstjórninni. Ummæli hennar á landsfundi Samfylkingarinnar voru þörf áminning til allra því flokkarnir tveir eiga margt og reyndar flest sameiginlegt

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna