fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Dýrkeypt hláka

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við getum kvartað undan holum í vegum – en tíðarfarið undanfarið hefur ekki verið hagstætt fyrir vegakerfið. Borgin auglýsir eftir upplýsingum um stórar holur. Hlákan nú verður okkur dýrkeypt, segir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson í mjög athyglisverðum pistli sem hann birtir á Facebook. Undirlag vega þiðnar, en undirniðri er enn frost. Einar telur að skemmdirnar á stuttum tíma geti numið milljörðum króna.

Eftir að hlýnaði fyrir helgi hefur það gerst að undirlag margra vega hefur náð að þiðna. Mögulega 10 til 20 sm undir malbikinu. Fyrr í vetur, einkum seint í nóvember og aftur í janúar náði í kuldatíð þá að frjósa allt niður á 100 sm dýpi.

Þegar þyngri ökutæki keyra eftir vegunum við þessar aðstæður þrýstist vatnið upp í gegnum klæðinguna þar sem íslagið neðar lokar af fyrir ísig. Þegar vatnið frá þiðnandi veginum þrýstist upp koma sprungur (sk. tíglar) í malbikið. Nokkrum bílum síðar byrjar að brotna upp úr þessu og framhaldið þekkjum við.

Á þennan hátt hafa margir lengri og styttri vegakaflar farið mjög illa á innan við viku, sérstaklega frá því um helgina þegar hitinn fór í 6 til 8 stig. Tjónið er áreiðanlega mikið, sennilega mjög mikið og hleypur væntanlega á hundruðum milljóna þegar allt er talið jafnvel milljörðum þar sem ástand sumra veganna var fremur bágborið fyrir. Kemur smám saman í ljós og ekki allt búið enn. Reyndar frystir aftur í vikulokin.

Vegagerðin rekur allmarga svokallaða frost/þíðu mæla. Um er að ræða mælistaf í vegundirlaginu niður á 110 sm dýpi. Með honum má túlka ís og bleytu í vegi. Sýnishornið er birt af handahófi og með góðfúslegu leyfi Vegagerðarinnar. Þar sést vel ástand mála á veginum við Skálholt þessa dagana. Frost nær niður á 90 sm dýpi. Sl. sunnudag þiðnaði og gerði bleytu í efstu 10 sm. Mögulega hefur þiðnað aðeins fyrr. Spá næstu daga (frá miðnætti 27.) fylgir síðan til hægri. Sjá má að spáin gerir ráð fyrir að frjósi að nýju undir malbikinu þegar fram í sækir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“