fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Fækkar í fiskiskipaflotanum – 70 ný skip á fimm árum

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtals 70 ný fiskiskip hafa bæst við flotann hér á landi á síðustu fimm árum. Af þeim eru átta skuttogarar, 37 vélskip og 25 opnir bátar. Samtals 53 þessara skipa voru smíðuð hér á landi, öll úr trefjaplasti og undir 30 brúttótonnum. Togararnir voru allir smíðaðir í Tyrklandi, sem og fjögur af þeim sjö vélskipum sem voru yfir þúsund brúttótonnum. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Samgöngustofa var með 1621 skip á skrá hjá sér í fyrra, sem er fækkun um 26 skip frá 2016. Fiskiskip eru flokkuð í þrjá flokka, opna báta, togara og vélskip.

Flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum í árslok 2017, alls 394 skip, en það eru 24% fiskiskipaflotans. Næstflest, alls 290 skip, höfðu heimahöfn skráða á Vesturlandi, eða 17,9%. Fæst skip, 74, voru með skráða heimahöfn á Suðurlandi, eða 4,6% af heildarfjölda fiskiskipa. Flestir opnir bátar voru á Vestfjörðum, 231, og á Vesturlandi, 163. Fæstir, 22, opnir bátar höfðu heimahöfn á Suðurlandi. Vélskip voru einnig flest, 160, á Vestfjörðum en fæst á höfuðborgarsvæðinu, 42. Flestir togarar, 11, höfðu skráða heimahöfn á Norðurlandi eystra og næstflestir, eða átta togarar, á höfuðborgarsvæðinu. Fæstir togarar voru skráðir á Vestfjörðum og Austurlandi, alls þrír.

 

Samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands voru vélskip alls 735 og samanlögð stærð þeirra um 92.460 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 12 milli ára og stærð flotans minnkaði um 2.046 brúttótonn. Togarar voru alls 44, bættist einn við á milli ára, en nokkur endurnýjun varð í flotanum. Sex nýir togarar voru smíðaðir árið 2017, þar af fjögur systurskip. Heildarstærð togaraflotans var 61.841 brúttótonn í árslok 2017 og hafði aukist um 9.425 tonn frá ársbyrjun. Opnir fiskibátar voru alls 842 og samanlögð stærð þeirra 4.154 brúttótonn. Opnum fiskibátum fækkaði um 15 milli ára og samanlögð stærð þeirra minnkaði um 112 brúttótonn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“