fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Samtökin ´78 sjá um hinseginfræðslu í grunn- og leikskólum Reykjavíkur

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin ’78 og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu gert með sér nýja fræðslu- og þjónustusamninga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökunum ´78.

Í fræðslusamningi er kveðið á um að Samtökin ’78 sinni áframhaldandi hinsegin fræðslu í öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar en um hinseginfræðsluna var samið árið 2014 og því er um framhald á sömu fræðslu að ræða. Að þessu sinni er einnig samið um sérstaka hinseginfræðslu til starfsfólks leikskóla höfuðborgarinnar. Aukinheldur er samið um að Samtökin sinni jafningjafræðslu til nemenda grunnskóla borgarinnar líkt og áður.

Þessi fræðslusamningur bætir heldur í og í fyrsta skipti er búið að tryggja hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna, sem er samstarfsverkefni Samtakanna ’78 og frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, nægt rekstrarfé til að vera rekin út árið 2020. Þetta er í fyrsta skipti sem samið er sérstaklega um hinsegin félagsmiðstöðina.

Meðfram fræðslusamningnum var undirritaður þjónustusamningur en í honum er tryggt að íbúa Reykjavíkurborgar geti leitað sé ráðgjafar hjá Samtökunum sér að kostnaðarlausu, að stuðningshópar séu starfræktir fyrir unglinga og börn og að lokum að Samtökin ’78 geti sinnt daglegum rekstri sínum.

Þessir samningar marka tímamót því með þessum samningi leggur Reykjavíkurborg meira til reksturs Samtakanna ’78 heldur en nokkur annar og er því stærsti þjónustukaupi Samtakanna ’78 og fer fram úr ríkissjóði Íslands.

Samtökin ’78 vilja þakka Reykjavíkurborg innilega fyrir samstarfið á liðnum árum með von um að næstu ár verði enn farsælli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum