fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Helga Vala og Ágúst Ólafur leiða Samfylkinguna í Reykjavík

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 30. september 2017 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala og Ágúst Ólafur.

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og leikkona, og Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, og munu leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi Alþingiskosningum. Framboðslistar flokksins voru samþykktir á fjölmennum fundi á Reykjavík Natura nú í morgun.

Helga Vala leiðir listann í Reykjavík norður en í 2. sæti á eftir henni situr Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar. Ágúst Ólafur leiðir í Reykjavík suður og á eftir honum kemur Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri við Háskólann í Reykjavík.

Hér fyrir neðan má svo sjá framboðslistana í heild:

REYKJAVÍK SUÐUR
1.       Ágúst Ólafur Ágústsson háskólakennari
2.       Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri
3.       Einar Kárason rithöfundur
4.       Ellert B. Schram formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrv. alþingismaður
5.       Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
6.       Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags og leikstjóri
7.       Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir vefsmiður, kaos-pilot og athafnastjóri Siðmenntar
8.       Guðmundur Gunnarsson fyrrv. formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
9.       Margrét M. Norðdahl myndlistarkona
10.   Reynir Sigurbjörnsson rafvirki
11.   Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða
12.   Tómas Guðjónsson stjórnmálafræðinemi
13.   Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir laganemi
14.   Hlal Jarah veitingamaður á Mandi
15.   Ragnheiður Sigurjónsdóttir uppeldisfræðingur
16.   Reynir Vilhjálmsson eðlisfræðingur og framhaldsskólakennari
17.   Halla B. Thorkelsson fyrrverandi formaður Heyrnarhjálpar
18.   Ída Finnbogadóttir mannfræðingur og varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
19.   Sigurður Svavarsson bókaútgefandi
20.   Signý Sigurðardóttir viðskiptafræðingur
21.   Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur og fyrrv. borgarfulltrúi
22.   Jóhanna Sigurðardóttir fyrrv. forsætisráðherra

 

REYKJAVÍK NORÐUR
1.       Helga Vala Helgadóttir lögmaður og leikkona
2.       Páll Valur Björnsson grunnskólakennari
3.       Eva Baldursdóttir lögfræðingur
4.       Þórarinn Snorri Sigurgeirsson sagnfræðingur og formaður Ungra jafnaðarmanna
5.       Nikólína Hildur Sveinsdóttir mannfræðinemi
6.       Þröstur Ólafsson hagfræðingur
7.       Sigríður Ásta Eyþórsdóttir (Sassa) iðjuþjálfi í Hagaskóla
8.       Hallgrímur Helgason rithöfundur og myndlistarmaður
9.       Anna Margrét Ólafsdóttir leikskólastjóri
10.   Óli Jón Jónsson kynningar- og fræðslufulltrúi BHM
11.   Edda Björgvinsdóttir leikkona og menningarstjórnandi
12.   Birgir Þórarinsson (Biggi veira) tónlistarmaður í GusGus og DJ
13.   Jana Thuy Helgadóttir túlkur
14.   Leifur Björnsson rútubílstjóri og leiðsögumaður
15.   Vanda Sigurgeirsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur
16.   Hervar Gunnarsson vélstjóri
17.   Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari
18.   Þorkell Heiðarsson líffræðingur og tónlistarmaður
19.   Ingibjörg Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur
20.   Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni) tónlistarmaður
21.   Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur og fyrrv. þingkona
22.   Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“