fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín segir Besta flokkinn dæmi um stöðugleika í stjórnmálum: „Tími sterka leiðtogans er liðinn undir lok“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 29. september 2017 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi Viðreisnar og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri. Samsett mynd/DV

„Í komandi kosningabaráttu verður hugtakinu stöðugleiki teflt fram með föðurlegu ívafi af flokkum sem telja að kosning allra flokka undir áttræðu boði ekkert nema upplausn og glundroða. Að minnsta áhættan felist í því að veðja á engar breytingar, meira bákn og flókinn strúktúr undir merkjum stöðugleika.“

Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í pistli sem hún skrifar í Fréttablaðið í dag, vísar hún í Besta flokkinn í Reykjavík undir Jóns Gnarr borgarstjóra sem hafi tekist að stjórna Reykjavík í fjögur ár án þess að vera hvorki gamall flokkur né stór:

Hann var hvorki stór né gamall flokkurinn sem leiddi borgarstjórn Reykjavíkur frá 2010-14 og þaðan af síður státaði hann af miklum strúktúr. Árin fjögur liðu engu að síður undir styrkri stjórn borgarstjórans, ólíkt kjörtímabilinu á undan þegar „kjölfestuflokkar“ íslenskra stjórnmála héldu um tauminn,

segir Þorgerður Katrín. Segir hún að stöðugleikinn fáist miklu frekar með því að vanda sig og þroskast í í takti við margbreytilegan heim, í því felist ekki upplausn heldur heilbrigð skynsemi. Ein helsta áskorun stjórnmálanna sé að heyfa við kerfum til að skapa sátt og öðlast traust meðal almennings:

Að sama skapi eru þeir sem mest eru andsnúnir slíkum breytingum að jafnaði þeir sem mest tala um stöðugleika. Gagnvart gylliboðum um slíkan stöðugleika þarf að vera á varðbergi.Loforð um stöðugleika felur í sér óstöðugleika ef það byggir á því að standa vörð um sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Því fyrr sem við áttum okkur á því að samfélagið er fyrir okkur öll en ekki bara sum, þeim mun fyrr næst hinn raunverulegi stöðugleiki.

Segir hún að tími sterka leiðtogans sé liðinn:

Tími sterka leiðtogans (kk.) er liðinn undir lok og stóru blokkirnar í pólitík standa eftir hálftómar og með mikla þörf fyrir viðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“