fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Sigurður Ingi segir stöðuna óheppilega og erfiða

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 29. september 2017 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. Mynd/Sigtryggur Ari

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir stöðu flokksins vera óheppilega og erfiða. Fjórir af sex oddvitum Framsóknarflokksins frá því í kosningunum fyrir ári hafa ýmist yfirgefið flokkinn eða gefa ekki kost á sér. Hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefið flokkinn og stofnað Miðflokkinn, margir hafa fylgt honum úr flokknum, þar á meðal formenn Framsóknarfélaga og Þorsteinn Sæmundsson fyrrverandi þingmaður flokksins.

Þórunn Egilsdóttir gefur kost á sér sem oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Gunnar Bragi Sveinsson yfirgaf Framsóknarflokkinn í morgun, en Ásmundur Einar Daðason hefur gefið kost á sér til að leiða flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Eygló Harðardóttir gefur ekki kost á sér, en Willum Þór Þórsson gefur kost á sér til að leiða flokkinn í Suðvesturkjördæmi.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins mun leiða flokkinn í Suðurkjördæmi og Lilja Alfreðsdóttir í Reykjavík suður. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bauð sig fram til að leiða flokkinn til Reykjavík norður en hún dró framboð sitt til baka.

Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að eftirsjá sé eftir Gunnari Braga en heimildir Eyjunnar innan úr Framsóknarflokknum herma að ákvörðun hans hafi ekki komið á óvart. Skrifstofa Framsóknarflokksins hefur ekki viljað upplýsa hversu margir hafa sagt sig úr flokknum í vikunni. Gunnar Bragi hefur ekki viljað veita viðtöl vegna ákvörðunar sinnar í dag en hann mun vera að íhuga næstu skref. Sigurður Ingi segir úrsagnirnar úr flokknum óheppilegar:

Eins og hefur komið fram þá er sumt af þessu, kemur kannski ekki á óvart eftir það sem á hefur gengið síðastliðið ár. Þó það sé vissulega erfitt að standa í þessu á þessum tíma þá stendur Framsóknarflokkurinn öflugur eftir. Og samhentur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“