fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Gunnar Bragi hættur í Framsókn

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 29. september 2017 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Gunnar Bragi Sveinsson er hættur í Framsóknarflokknum og hefur dregið framboð sitt til baka. Þetta tilkynnti Gunnar Bragi í löngu bréfi á Fésbók nú fyrir skömmu. Gunnar Bragi sagði í samtali við Eyjuna fyrir skömmu að hann vissi að unnið væri gegn sér innan Framsóknarflokksins, síðustu helgi tilkynnti Ásmundur Einar Daðason um að hann myndi bjóða sig fram gegn Gunnari Braga í oddvitasæti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Gunnar Bragi ætlaði sér í slaginn um oddvitasætið en hefur nú dregið framboð sitt til baka.

Sjá einnig: Gunnar Bragi: „Ég veit að það er unnið gegn mér“

Sjá einnig: Gunnar Bragi fylgir ekki Sigmundi: „Ég stefni á það að taka áskorun Ásmundar Einars“

„Þegar ég rita þetta þá sit ég með hnút í maganum enda ekki létt að hverfa á braut. Eflaust gæti ég unnið forsystusætið en hvað er unnið með því ef samstarfið verður óbærilegt? Er heiðarlegt að bjóða sig fram vitandi að allar líkur eru á að maður myndi hrökklast úr þingflokknum?,“

spyr Gunnar Bragi. Eftir að hafa ráðfært sig við fjölskyldu sína og vini hefur hann ákveðið að segja sig úr flokknum:

Ég kveð flokkinn minn með mikilli sorg en sáttur við framlag mitt til hans. Ég mun sakna alls þess frábæra fólks sem þar er en margir þeirra hafa verið mér samferða þennan tíma.


Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað hann hyggst gera í framhaldinu, hvort hann gangi til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs eða ekki:

Hvað ég geri nú er ekki ljóst en ég mun ákveða það næstu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“