fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Ný könnun: Sigmundur Davíð er stærri en Framsókn

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 28. september 2017 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Nýtt framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 7,3 prósenta fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunar MMR á fylgi flokkanna. Athygli vekur að fylgi Framsóknarflokksins, samkvæmt könnununni, er 6,4 prósent. Þetta þýðir að flokkur Sigmundar Davíðs er stærri en Framsókn.

Vinstri græn mælast með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka, eða 24,7 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur lækkað um tæp 2 prósentustig frá síðustu könnun MMR sem lauk 4. september 2017 og mældist nú 23,5 prósent.

Fylgi Samfylkingarinnar (10,4%) hækkaði á milli mælinga og fylgi Pírata (10,0%) lækkaði milli mælinga. Sem fyrr segir mælist fyrirhugaður stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs með stuðning 7,3% kjósenda og mælist þar með stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn – sem mælist með 3 prósentustigum lægra fylgi nú en var í upphafi mánaðarins.

Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. Kváðust 22,5% styðja ríkisstjórnina samanborið við 29,5% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,4% og mældist 9,6% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 10,0% og mældist 13,8% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 8,5% og mældist 9,1% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknar mældist nú 6,4% og mældist 9,7% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 4,9% og mældist 7,3% í síðustu könnun.
Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 2,5% og mældist 3,0% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 1,7% samanlagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar