fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Gréta Björg segir sig úr Framsókn

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 28. september 2017 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir efstu frambjóðendur Framsóknar og Flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosningum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hefur hætt við þingframboð fyrir Framsóknarflokkinn. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er hætt í Framsóknarflokknum. Nú líka Gréta Björg Egilsdóttir. Ekki er vitað hvað Jóna Björg Sætran ætlar að gera.

Gréta Björg Egilsdóttir varaborgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Samkvæmt heimildum Eyjunnar mun Gréta Björg hafa sagt samstarfsmönnum í Reykjavík að samvisku sinnar vegna geti hún ekki lengur starfað í Framsóknarflokknum.

Óvíst er hvort hún og aðrir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hyggjast ganga til liðs við nýtt framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir ætlaði að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður í komandi kosningum en dró framboð sitt til baka. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði sig nýverið úr Framsóknarflokknum en hún sagði í samtali við Eyjuna að hún sé ekki búin að gera upp hug sinn um framhaldið.

Margir hafa yfirgefið Framsóknarflokkinn í kjölfar brotthvarfs Sigmundar Davíðs úr flokknum, þar á meðal nokkrir formenn flokksfélaga, formaður Landssambands Framsóknarkvenna og minnst tveir formenn ungliðahreyfinga Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur ekki viljað upplýsa hversu margir hafa sagt sig úr flokknum í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar